Hlín - 01.01.1938, Qupperneq 102
100
Hlín
Brot úr erindi
Baldurs Johnsens- læknis, er hann flutti á Landsþingi kvenna í
Reykjavík 13. júní s. 1.
Forfeður vorir höfðu all-fjölbreytta matar-fram-
leiðslu. Auk nautgripa og sauðfjenaðar höfðu þeir svín
og alifugla: Hænsni og gæsir. Menn geymdu matvæli í
súr eða þurkuð, salt varð ekki algengt fyr en á 17. öld.
Geymsla í súr er einhver heilnæmasta matargeymsla,
mjólkursýran drepur ýmsa gerla og varðveitir vítamín,
einkum C-vítamín. Kornyrkja var og talsverð til forna,
þá er skógar voru meiri en nú. Mjólk höfðu menn eink-
um að sumrinu og geymdu til vetrarins sem skyr eða
ólekju. Skyrbjúgur þektist ekki á sjóferðum til forna,
menn höfðu með sjer spírað korn, er þeir gerðu úr öl.
Menn kunnu að nota sjer grös, t. d. hvönn, sem mikið
var notuð, hvönn geymist vel í súr og er góður bæti-
efnagjafi. Skarfakál er gott við skyrbjúg og sama er
um fjörugrös og söl. — Ostagerð var mikil til forna.
Magur ostur notaðist í stað brauðs og var borðaður
með smjöri. Þetta er ríkt af eggjahvítu og holt t. d.
ungum börnum, fitan er góður hitagjafi.
Síðan komu miðaldir með hallæri, eldgos og drep-
sóttum, þar við bættist einokun og litlar siglingar til
landsins. Þá týnir fólkið smásaman niður hinu forna,
góða mataræði. — Nú fyrst, á 20. öldinni, fer þetta aft-
ur að færast í lag. Um allar miðaldir var hjer mikið um
næringarsjúkdóma. Þeggr kartöfluræktin kemur til
sögunnar batnar ástandið. Með aukinni túnrækt eykst
mjólkurframleiðslan og mjólkurneytslan. — Með 20.
öldinni hefst fólksflutningurinn í kaupstaðina, þá varð
að leggja niður gamlar matarvenjur og taka upp nýjar.
Fólkið lifði aðallega á fiski, en hann er ekki fullnægj-
andi fæða, nema með grænmeti. Næringarsjúkdómar,
svo sem beinkröm, skyrbjúgur og beri-beri fara að gera