Hlín - 01.01.1938, Page 104
102
Hlín
um, eggjahvítu- og bætiefnum. Besta ráðið er að rækta
sem mest, hafa vermireiti við hvert hús. — Mjömeti,
og sykurmatur má ekki vera of mikill, því það útilokar
betri næringarefni.
Konur þurfa að beita áhrifum sínum til þess, að öll-
um landsins börnum verði sjeð fyrir kjarngóðri fæðu,
sjerstaklega með því að. aukin sje ræktun í landinu
sjálfu.
Garðyrkja.
Það er óhætt að fullyrða að framfarir í garðyrkju
eru stórfeldar í landinu á seinni árum. — Það mundi
hafa þótt ótrúlegt fyrir nokkrum árum að svo margt
sprytti á landi hjer sem raun er á orðin. — Menn eru
farnir að hafa meiri trú á landinu og á þeim mögu-
leikum sem það ber í skauti sínu, og það er eins og
blessað landið geri sitt ýtrasta til þess að láta þá trú
landsins barna ekki til skammar verða. Það er nú varla
það kot í sveit eða kofi í kaupstað, að þar sje ekki dá-
lítil garðhola, já, jafnvel skrúðgarður, svolítil tilraun.
— Menn eru að fá smekk fyrir að hafa snoturlegt um-
hverfi. Það ætti líka svo að vera, jafn-yndislegt útsýni
og náttúran leggur svo að segja hverjum manni upp i
hendur í þessu landi, að umhverfi húsa og bæja sam-
svari því að nokkru. — Margir eru stórtækir í þessu
efni og kosta miklu til, bæði tíma og peningum, svo
að það er hin mesta prýði. — Bæirnir, stærri og
smærri, koma sjer upp listigörðum, sem eru aðgengi-
legir fyrir almenning, er það mjög vel til fallið, og
brátt lærist 'það almenningi að hafa þar góða um-
gengni. — Flestir hafa þeir líka nokkurt eftirlit. Ung-