Hlín - 01.01.1938, Síða 107
Hlín
105
en hægt var að gera í skóla eða við fermingarundir-
búning. — Margir hafa enga slíka fræðslu fengið eða
notað sjer, hvorki í kirkju eða utan eftir þann tíma,
en vegna bænarlífs og tilfinningalífs hinna ungu, verð-
ur það að teljast mikill skaði. — Það er þó ekki lítils
um vert, að ungmennin kynnist hinni helgu bók, sem
fjölmörg mikilmenni heimsins hafa þókst sækja visku
sína í, og ógrynni trúaðra manna um heim allan leita
daglega og finna styrk og kraft til að lifa lífinu.
í öðru lagi þarf að kynna ungmennunum þá gim-
steina, sem við eigum í sálmunum í sálmabók okkar
og venja þau á að lesa og syngja hin fögru ljóð, svo
þjóðin verði syngjandi þjóð í guðshúsum sínum. —
Engin af Norðurlandaþjóðunum vanrækir svo hinn al-
menna kirkjusöng sem við íslendingar. — Þetta mundi
lagast, ef unga fólkinu yrði kent að virða og elska hin
fögru ljóð og lög.
Og þá má ekki gleyma að kynna hinum ungu hina
ódauðlegu sálma Hallgríms, sem söng andlegt líf í þjóð-
ina gegnum aldir. Þann fjársjóð megum við ekki láta
ónotaðan, og engin íslensk móðir ætti nokkru sinni að
hætta að kenna börnum sínum heilræði og bænavers
Hallgríms Pjeturssonar.
Að kynnast þessum þrem blessuðu bókum álít jeg
að tilheyri kristilegri uppeldisfræðslu.
Þá ætti það ennfremur að fylgja góðri og hollri
uppeldisfræðslu ungra stúlkna, að þær fái dálitla til-
sögn og léiðbeiningar um hvernig kenna eigi börnum
hin einföldustu atriði skólanáms, eða það sem öll börn
7—8 ára þurfa áð vita, því mæðrunum hefur lengst af
fallið sú fræðsla í skaut. Með rjettum aðferðum þarf
sú kensla ekki að vera sjerlega tímafrek. — Hver sá,
er þessa námsgrein tæki að sjer í kvennaskóla, þarf að
vekja hjá stúlkunum skilning og áhuga fyrir mentun
barnanna íslensku. — Hver einasti maður, sem um-