Hlín - 01.01.1938, Page 109
Hlín
107
fræðslu og veita þeim einnig ti'lsögn um kenslu smá-
barna og hvetja þau og leiðbeina þeim um að fylgjast
með námi eldri barna heimilisins. Þau þurfa að kynn-
ast skóla sínum og þeim reglum, er hann setur, kynn-
ast kenslunni í skólanum og kennaranum sem allra
best. — Mikill misskilningur og þekkingarleysi ríkir
víða um land í þessum efnum. — Margt af þessu mundi
lagast, ef þarna kæmi góður leiðbeinandi, sem væri
jafnframt vinur 'heimilanna, barnanna og kennarans.
Mjer er nær að halda, að ef það ráð hefði verið tek-
ið að koma þessum leiðbeiningum, á, þá hefði ekki
þurft að færa skólaskylduna svo niður í sveitum lands-
ins sem orðið er, en það er bæði dýrt og að ýmsu leyti
mjög óheppilegt.
Halldóra Bjarnadóttir.
Framhaldsfræðsla við húsmæðra-
skóla.
(Úr skýrslu þuirri, er Hulda Stefánsdóttir, fyrverandi forstöðu-
kona Kvennaskólans á Blönduósi, gaf á fundi S. N. K. á Lauga-
landi vorið 1938).
Margir voru óánægðir yfir því, þegar Kvennaskólan-
um á Blönduósi var breytt í Húsmæðraskóla, að hafa
hann ekki tveggja ára skóla. Þótti mikið vanta á, að
nemendur næðu þeirri kunnáttu, er að nokkru gagni
mætti verða, aðeins á einum vetri.
Haustið 1933 var því sú nýbreytni tekin upp við
Kvennaskólann, að tveim stúlkum, er áður höfðu verið
nemendur í skólanum, var gefinn kostur á að koma aft-
ur til framhaldsnáms í vefnaði við sama skóla. Gafst
þessi tilraun vel, fleiri stúlkur vildu koma til fram-
haldsnáms en hægt var þá að taka á móti. Hefur þessu
síðan verið haldið áfram, og það fært í aukana, að nem-