Hlín - 01.01.1938, Page 111
Hlín
109
Frá Landsþingi kvenna.
Landsþing Kvenfjelagasambands íslands var háð í
Reykjavík dagana 11.—16. júní s.l.
15 fulltrúar frá öllum kvenfjelagasamböndum lands-
ins voru mættir, auk stjórnarinnar. — Samband Gull-
bringu- og Kjósarsýslu er nýlega gengið í K. í. — Full-
trúi mætti einnig frá Kvenfjelaginu „Líkn“ í Vest-
mannaeyjum, sem ekki tilheyrir neinu hjeraðssam-
bandi, og er þá landið alt komið inn í systrahringinn.
Formaður K. í., Ragnhildur Pjetursdóttir, gat þess í
skýrslu sinni, að því miður væri styrkur sá, sem K. í.
hefði til umráða svo lítill, að flest yrði að vera ógert
sem Sambandið hefði hug á að framkvæma. (Styrk-
ur er: Frá Alþingi 1000 kr. Frá Búnaðarfjelagi íslands
1000 kr.). Styrknum frá Alþingi væri að miklu leyti
varið til þinghaldanna, en styrknum frá B. í. til að
styrkja ýmsa starfsemi fjelagsdeildanna og nokkra ein-
staklinga til náms. — Það væri mjög æskilegt, ef hægt
hefði verið að hafa opna skrifstofu í Reykjavík, sem
væri einskonar miðstöð fyrir starfsemina, en efnahagur
K. í. leyfði það ekki. — Hún endaði mál sitt með þess-
um orðum:
„Við verðum að álíta, að með stofnun K. í. hafi kom-
ist meiri hreyfing á þau mál, sem það hefur sjerstak-
lega'á stefnuskrá sinni, þótt við getum ekki sagt, að það
hafi megnað að hrinda þeim í framkvæmd á þann hátt,
sem við hefðum óskað. Til þess hefur K. í. ekki vald,
ekki peninga, ekki getu. En það hefur fullan vilja til
þess. Og óneitanlega er bjartara yfir þessum málum
nú en 1930, þótt þau sjeu enn langt frá því að vera
komin í það horf, sem við óskum“.