Hlín - 01.01.1938, Blaðsíða 117
Hlín 115
*
Vanrækið ekki að prófa það jafnaðarlega, þegar
rafgeymarnir eru í hleðslu, hvort alt sje í lagi.
Horace Hockett.
bóndi í Saskatchewan-fylki í Canada.
Lestrarfjelög Islendinga vestan hafs.
Eitt af því fyrsta, sem íslendingar tóku sjer fyrir
hendur, er þeir komu til þessa lands, var að stofna
lestrarfjelög víðsvegar um bygðirnar. Enginn annar
þjóðflokkur gerði það svo alment. — Hjer í Nýja-ís-
landi var lestrarfjelögum komið á fót við hvert póst-
hús (eða með 12—14 km. millibili), munu þau öll vera
starfandi enn þann dag í dag. — Lestrarfjelagið „Fróð-
leikshvöt“, hjer í Árborg, var stofnsett fyrir rúmum
30 árum af nokkrum körlum og konum. — Stofnfjeð
var 14 dollarar (um 60 kr.), er Kvenfjelagið „Eining“
gaf, og fyrsti bókaskápurinn var kommóðuskúffa, sem
ein fjelagskonan lánaði. En fljótt óx og dafnaði fjelags-
skapurinn, eins og æfinlega vill verða þar sem áhugi
og dugnaður fylgjast að. — Meðlimir fjölguðu óðum,
urðu flestir 50, en eru nú rúmir 30, og er þar talinn að-
eins einn frá hverju heimili. — Hver meðlimur greiðir
einn dollar í árstillag. — Ein eða tvær samkomur eru
haldnar á ári til arðs fyrir fjelagið. Er reynt að vanda
til þeirra eftir mætti, og önnur samkoman a. m. k. alís-
lensk. — Peningunum er svo varið til bókakaupa, til
að binda nýjar bækur og til viðgerðar á gömlum, bóka-
skápar keyptir o. s. frv. — Nú á fjelagið 3 stóra skápa
og á 2. þúsund bindi af bókum, allar íslenskar. — Einn
aðalfundur er haldinn á ári og nefndir kosnar: Bóka-
nefnd og samkomunefnd, sem koma saman þegar ein-
hverju þarf að koma í framkvæmd.
8*