Hlín - 01.01.1938, Síða 119
Hlín
117
— Kvenfjelag höfum við einnig. Allar íslenskar konur
í bygðinni eru í því. Fundir einu sinni á mánuði. Allir
fundir byrja með sálmasöng og bæn. — Aðal-markmið
fjelagsins er að hlynna að safnaðarmálum og rjetta
veikum og bágstöddum hjálparhönd. — Við höfum inn
peninga með ýmsu móti: Höfum eina eða tvær skemti-
samkomur á hverju ári, seljum kaffi á fundum og sam-
koraum, búum til ullarteppi, saumum ýmislegt, svo
sem koddaver, svuntur, skyrtur o. s. frv. — Eldri kon-
urnar prjóna sokka og vetlinga, sem seljast vel.
Lestrarfjelag starfar í bygðinni. Fjelagið á tvo fall-
ega bókaskápa og álitlegt bókasafn, en því miður virð-
ist yngra fólkið heldur vilja lesa ensk blöð og bækur.
— Hver meðlimur borgar Vz dollar árlega, og má lesa
eins margar bækur eins og hann vill. Svo er ein sam-
koma haldin árlega fyrir bókasafnið og með því móti
er vanalega dálítið af peningum í sjóði til að kaupa fá-
einar nýjar bækur og binda þær, sem óbundnar eru og
þær sem skemmast. — Þetta fjelag er jafn gamalt
bygðinni.
Þjóðrœknisfjelag var stofnað hjer x bygðinni strax
og sú hreyfing byrjaði hjer vestra. — Fundir haldnir
einusinni á mánuði á vetrum, og er reynt að hafa alt
sem íslenskast. — Á góðu árunum var árstillag 2 doll-
arar, en var seinna lækkað ofan í 1 doll. — Þetta gekk
vel meðan vel áraði, en svo kom kreppan, og fólk var
alveg peningalaust. — Nú fóru að fækka meðlimir fje-
lagsins, svo við breyttum til, þannig — að nú teljast
allir íslendingar í bygðinni meðlimir, og það er reynt
að fá einn úr hverri fjölskyldu til að borga Vz doll. Sú
upp'hæð er send til aðalfjelagsins fyrir Tímaritið, sem
kemur út einusinni á ári. En fjelagið okkar heldur
samkomur einstöku sinnum og með því móti höfum
við inn peninga fyrir okkar þarfir. Hefur þessi aðferð
vel gefist og er skemtilegri að öllu leyti.