Hlín - 01.01.1938, Qupperneq 120
118
Hlín
Þá eru nú öll íslensku fjelögin í bygðinni upptalin. —
Við höfum ekki kirkju — það er ómögulegt fyrir lítinn •
hóp af fólki að leggja út í svo mikinn kostnað. Við höf-
um dágott samkomuhús, sem er notað fyrir messur og
samkomur. íslendingar eiga það og stjórna því.
Sumarmorgun. /
Jeg opna bæinn. Sólin er að koma upp. Náttúran er
að bregða blundi, enn heyrist þó ekkert hljóð nema
niður árinnar, þungur en hreimhreinn. Þrösturinn er
einn vaknaður og tekur nú að syngja morgunsönginn.
Skógurinn blikar, og dökkbláir fjallahnjúkarnir teygja
sig mót tærum himni. Tjörnin er blikandi björt. Enn
er tæplega kominn tími til að byrja dagleg störf —
hálftíma frí til að lofa huganum að reika og safna
þrótti til dagsins. — Þið fögru, íslensku sveitir, hversu
oft hafið þið ekki með fegurð ykkar, hreldan huga
hrest og glatt! — Skáldin leita á afvikna, fagra staði
til að svala huga sínum. Sveitakonurnar hafa ekki tíma
til þess, þær eru bundnar við bæina og störfin. — Jeg
sest á stjettina framan við gamla torfbæinn minn og
læt hugann reika. — Plönturnar sem eru að teygja sig
upp úr moldinni í garðinum framan við bæinn, glitra
svo hressar í morgundögginni, en það er arfi í garðin-
um, og hann þarf jeg að hreinsa burtu í dag. — Elínar-
hóllinn teygir upp kollinn sunnan við garðinn, hann á
að bera nafn Elínar, móður Jóns Arasonar. — Hugur-
inn sjer hinar mörgu þrekmiklu, þrautseigu konur, sem
hjer hafa starfað, hlúð að gróðri og reytt upp illgresi
meðan kraftar entust, lagst svo til hvíldar og gleymst.
— Og störfin, hafa þau líka horfið í djúpið og engan
ávöxt borið? — Þórunn var sá skörungur að taka sig
upp með alt sitt bú, þegar veikindaplágan geysaði yfir