Hlín - 01.01.1938, Qupperneq 121
Hlín
119
hjeraðið, og flytja sig langt fram til heiðar, byggja þar
bæ sinn og bjarga þannig fólki sínu. Örnefni halda enn
á lofti nafni hennar: Þórunnarsel, Þórunnarfjöll. — En
hún sjálf — andi hennar og kraftur — lifir hann
enn? — Hefur hann ef til vill gefið margri konu trú og
kraft til starfa, þegar alt sýndist í voða? Hver veit! —
Og fornkonurnar svífa fyrir hver eftir aðra: Bergþóra,
Hallgerður, Hildigunnur, Guðrún. — Er það ykkar
dæmi og skapgerð, sem gerir mennina glaða og þraut-
seiga? Eru það þessháttar konur, sem okkur vantar nú.
— Jeg held varla. — Ennþá koma aðrar myndir, önnur
nöfn: Auður, Þórdís, Helga, Jórunn. — Þar eru konur,
sem hver þjóð, hvert tímabil verður farsælt af að eiga.
— Þær eru allar ógleymanlegar. — Ómetanlegt fyrir
hverja kynslóð trygð Auðar, táp Þórdísar, þrek Helgu
og vald Jórunnar, sem fluttist í fjarlægt hjerað þar
sem alt logaði í deilum, frændvíg og níðingsverk voru
daglegir viðburðir. — Jórunn Einarsdóttir giftist hjer-
aðshöfðngja, sem í deilunum stóð, en hún æsti ekki
bálið, hún hvatti ekki til hefnda. — Nei, hún sætti
frændur og friðaði hjeraðið. — Þvílíkt andans vald! —
Sönn gersemi þjóðar sinnar er sú kona, sem þannig
beitir valdi sínu. — Aldirnar renna, konurnar starfa
þegjandi, hverfa og gleymast — flestar. Einstaka nafn
geymist, annaðhvort fyrir skörungsskap eða að þar
hefur hljómað strengur lífs og listar fegur en svo að
það geti gleymst. — Guðný Jónsdóttir, í litlu kvæði
sýnir þú betur líðan örmagna sálar en flestum tekst í
langri bók.
Nú er alt á fleygiferð, fleirum líður betur að ýmsu
leyti en var á liðnum tímum, en erum við þá betri,
glaðari, sterkari? — Jeg vona að við „göngum til góðs
götuna fram eftir veg“.
Jeg hrekk saman þar sem jeg sit á stjettinni grænu.
Þekt hljóð berst að eyra. Jeg hefi gleymt tímanum.