Hlín - 01.01.1938, Síða 122
120
Hlín
Nágrannakonan er að kalla á geiturnar sínar. Jeg flýti
mjer af stað til að sinna mínum. Þær koma vinalegar,
kumra og nudda ,sjer við mig, bjóða júfrið, hart og
bústið, mjólkin streymir í fötuna,, kröftug og freyð-
andi, hún fyllist og verður þung að bera hana heim. —
í huga minn flugu orð, sem sögð voru í gær. Kona, sem
kom til mín, sagði: „Það er vont að hafa mikia mjólk.
það er svo erfitt“. — Guð hjálpi okkar þjóð og landi,
ef sveitakonurnar fara að hugsa svona. — Finnið þið
ekki hvað það ljettir áhyggjur og erfiði að hafa gnægð
að bjóða af því, sem er jafnekta og ómengað, holt og
hressandi og okkar eigin, alíslenska mjólk. Hafið þið
ekki í huga þá ánægju, sem það er að sjá börn og ungl-
inga teyga nýmjólk eftir þörfum. — Hvað mundu þeir
segja um það, sem lifað hafa hallæris- og þrengingar-
ár? — Á sú óheillaspá að rætast, er nýlega var fram-
sett, að ekkert gæti kent okkur að meta gæði landsins,
og að nota okkur þau rjett, nema hallœri. — Það er.
hræðileg hugsun. Vonandi vaknar hinn forni dugur og
trúin á landið sjálft áður en svo il'la fer.
Þá er jeg nú komin heim með fötuna mína, krakk-
arnir fá nýmjólk og brauðsneið með þykku smjöri. Þau
fá hvorki súkkulaði eða brjóstsykur, ekki silkisokka
nje ermalausa boli að klæðast í. En þau koma rjóð og
sælleg, anda að sjer skógarilminum, hlusta á fuglaklið-
inn — og hlægja hátt ef eitthvað skrítið kemur fyrir.
— Svo er tekið á störfum dagsins, eftir því sem kraft-
ar eru til. — Hugarórar eru allir á burt. — Aðeins ein
ósk: Stóri, sterki straumur tímans og tískunnar, farðu
þína leið, lofaðu okkur að vera í friði, vertu ekki að
hampa glysi þínu framan í börnin mín.
Sveitakona.