Hlín - 01.01.1938, Qupperneq 123
Hlín
121
,,Láttu ekki sorgir þig særa“.
„Gæfa manns er ekki undir því komin, hvað manni
mætir, heldur hvernig hann tekur því“. — Þessa máls-
grein las jeg fyrir mörgum árum, og hef reynt að hún
er sannmæli. Á hálfri öld, síðan jeg fór að veita sam-
ferðamönnum mínum eftirtekt, hefur mjer orðið það
ljóst, að þó mannlegt lunderni sje oft líkt hvað öðru,
og í raun og veru búi sömu hugsanir í allra hjörtum,
þá er líf manna ófarsælt eða hamingjusamt eftir því
hvaða tilfinningar ná mestum tökum á huganum. —
Allir viðurkenna, að rólyndi og glaðlyndi ljetti and-
róður lífsins, en sumir fást ekki til að trúa því, að það
sje að neinu leyti á þeirra vaildi hvaða lyndiseinkenni
komi fram hjá þeim, þeir segjast vera svona gérðir
og geti ekki verið öðru vísi, og þessvegna leitast þeir
ekkert við að temja slæma lund sína. — Aðrir halda
því fram, að það sjeu eingöngu' lífskjörin, sem skapi
lunderni manna, þegar alt leiki í lyndi sje það eðlilegt
og sjálfsagt að maður sje glaðlyndur og góður, þá
freisti ekkert til þess sem er lágt og lítilfj örlegt, og
einungis við þau lífskjör sje hægt að njóta hæfileika
sinna sjer og öðrum til nytsemdar, því alt andstreymi
sje þess eðlis að það lami þrótt, gremji geð og skapi
bitrar hugsanir. Og að slæmt framferði verði afleiðing
þeirra. Þetta er ekki rjett, og þeim ‘líður illa, er þessa
skoðun hafa. Það er verulega sárt að kynnast þeim, ef
sorg eða mótlæti kemur fyrir þá, og erfitt að koma
nokkurri gleðjandi hugsun að, þar sem hugarmyrkrið
þrengir enn meir að en sjálfur atburðurinn, sem menn
hryggjast yfir. — Þá eru hinir farsælli, sem hafa feng-
ið fulla vissu þess, að það er sannleikur, sem kemur
fram í hinum alkunnu hendingum: „Á sorgarhafs botni
sannleiksperlan skín, þann sjóinn máttu kafa, ef hún
skal verða þín“. Og x vísu eftir Svein Sigurðsson: