Hlín - 01.01.1938, Page 124
122
Hlín
„Láttu ekki sorgir þig særa, því sorgin er náðargjöf,
hún er ljómandi, seglbúið, svanhvítt fley að sigla’ á um
lífsins höf“.
Það er margt þungt böl, sem mætir okkur á þessari
jarðlífsferð, en eitt er þó algengast, og það heimsækir
jafnt eldri sem yngri, fátæka og ríka, og hvernig sem
högum manna er háttað, og það er: Langvarandi, ólækn-
andi sjúkdómar. — Máltækið segir: „Hinn saddi veit
ei hvað hinn svangi líður“, og engu hægra er fyrir
þann heilbrigða að setja sig í spor hins veika, þó allir
almennilegir menn aumki sjúklinga. — En sjerstak-
lega er það átakanlega hryggilegt fyrir ungt fólk á
byrjuðum starfstíma sínum að neyðast til þess að
sleppa allri von um dáðríkt líf, landi sínu og þjóð til
gagns, en bíða dauðans um lengri tíma máttvana sem
brotin eik. Og það er vorkunnarvert, þó álíka hugsanir
vitji þeirra og lama stúlkunnar, sem misti líkamsþrótt
sinn á æskuskeiði og veit að hún fær hann aldrei aftur,
hún kveður: „Oft býr í hjartanu eldleg þrá þeim inn-
dælu blómlegu hnossum að ná, sem þráir það helgast
og heitast, hún logar og vill sig í vonina teygja, en
verður sig loks undir krossinn að beygja“. — Þetta er
biturt sársaukakvein, sem mjer kemur oft í hug, er jeg
heyri um sjúkdóma æskumanna, og jeg vona, og bið
þess af öllu hjarta, að þessi stúlka, og allir sem líkar
tilfinningar hafa, mættu öðlast þá'sælu að verða þess
fullviss, að til eru vonir, sem enginn líkamssjúkdómur
getur eyðilagt. — „Andinn getur hafist hátt, þó höfuð
lotið verði“, og svo er á fleiri sviðum. — Líkamshrófið
lætur undan síga / líkt og feysknar bjarkir rotna,
hníga. / Sálin frjálsa svífur flugljett yfir, / sælu nýtur,
elskar, þroskast, lifir.
Allir fslendingar kannast við Sigurð Kristófer Pjet-
ursson, hvernig hann bar sitt þunga sjúkdómsböl, og