Hlín - 01.01.1938, Blaðsíða 125
Hlín
123
starfaði andlega með ánægju og dugnaði fram í dauð-
ann.
Jeg hefi verið svo lánsöm að kynnast ungmennum,
er höfðu sterka löngun til að starfa, sjer og sínum til
gagns og sóma, en mistu heilsuna á tvítugsaldri, og
voru lagðir á sjúkrabeðinn sem ólæknandi menn. —
Sorgin er greip huga þeirra, þegar þeir veiktust, hafði
fært þeim sannleiksperluna um hið verulega gildi lífs-
ins, þau voru gæfumenn, ekki einasta að því leyti, að
þau með dæmi sínu glöddu og styrktu aðra, heldur líka
með því að tryggja sjer sem sannindi þau fögru eftir-
mæli að hafa „gengið til hvíldar með glófagran skjöld,
glaðir og reifir hið síðasta kvöld“.
Saklausa, lífsglaða, framsækna æska, af hjarta óska
jeg þjer framfara í öllu góðu, og alls þess, sem nefnd
eru gæði lífsins, en þó er sú bæn mín heitust, ef sorgin
mætir þjer, að þú þá getir með rósemi og kjarki orðið
þess vísari að hún er „náðargjöf“.
Austfirsk kona.
Frjettir frá Kvenfjelagi Hellissands.
Kvenfjelag Hellissands (fimtán ára starfsemi).
Kvenfjelag Hellissands var stofnað 6. janúar 1921, og
var þannig 15 ára 6. janúar 1936.
Frú Ingveldur Á. Sigmundsdóttir stofnaði fjelagið, og
skyldi markmið þess vera: Að efla alþýðumentun og
sjálfstæði kvenna og að hjálpa bágstöddum eftir því
sem ástæður leyfðu.
Þegar fjelagið hafði starfað í 2 ár, rjeðist það í að
kaupa Samkomuhús, sem áður var eign einstakra
manna, og hefur fjelagið endurbætt það og lagað eftir
þörgum. — Fjelagið stóð fyrir sunnudagaskóla í 1 ár.