Hlín - 01.01.1938, Qupperneq 132
130
Hlín
Sambandið og telur það nú um 150 fjelaga. — Stefnuskrá Sam-
bandsins ákveður að vinna skuli að:
Húsmæðrafræðslu, hjúkrunarmálum, hejmilisiðnaði, garðyrkju.
I lögum Sambandsins er ákveðið að haldnir skuli tveir fundir
á ári, og mæti þar fulltrúar frá fjelögunum.
Húsmæðraskólamálið hefur verið aðalmál Sambandsins fram
að þessu. Hefur það lagt fram 2000 kr. í stofnkostnað skólans á
Laugalandi. — Einnig hefur það kostað vefnaðarkonu til að vefa
fyrir skólann: Gluggatjöld, borðdúka, húsgagnafóður-'og f 1., áður
en hann tók til starfa. — Á næsta ári hefur Sambandið í hyggju
að leggja fram fje til gróðursetningar umhverfis skólann.
Hjálparstúlku hefur Sambandið haft í þrjá vetur. Hefur hún
verið lánuð á heimili þar sem veikindi hafa borið að höndtim og
þörf hefur verið á hjálp við heimilisstörf og hjúkrun. — Launa er
ekki krafist, en þeir sem vilja borga fyrir starfið, þó aldrei meir
en 1 kr. á dag.
Eina skemtisamkonui hefur Sambandið haldið á ári og liafa þær
tekist ágætlega.
Rósa Einarsdóttir, Stokkahlöðum, formaður.
Frá Vestur-Skaftfellingum: — Nú eru stofnuð kvenfjelög í öll-
um hreppunum, fimm, hjer milli Sanda. — Við gerum ráð fyrir
að liafa samband með okkur þegar tími vinst til að koma því á.
— Tvö fjelögin voru stofnuð í vor. V.
Verkfærakaupasjóður B. /. — Á vjelar þær, sem styrktar voru
á árinu 1937 var samtals veittur styrkur kr. 15345.65. (20 spuna-
vjelar, 87 flatprjónavjelar, 65 hringvjelar, 9 vefstólar). — Heild-
artala vjela síðan lögin gengu í gildi (1932—1937): 77 Spuna-
vjelar, 224 Flatprjónavjelar, 171 Hringprjónavjel, 14 Vefstólar
með tilheyrandi áhöldum. P. E.
Frá Suðureyri i Súgandafirði: — Veturinn 1931 var gerð til-
raun með að fá ungar stúlkur til þess að tóa, kemba og spinna á
rokk. — Veturinn 1932 og 1933 fjell þetta niður vegna veikinda
hjá forstöðukonu. — Veturna 1934 og 35 var hugmyndin endur-
reist. — Þrjár fjelagskonur tóku sig saman um að bjóða stúlkum
enn að sitja saman til að vinna ull. Það var að sönnu ekki borið
fyrir fund, en gert með vitund og vilja stjórnar. — Kristín Bene-
diktsdóttir, kona Valdemars Þorvaldssonar, bauð pláss í húsi
þeirra án endurgjalds, sýnir það vinsældir málefnisins, því hún