Hlín - 01.01.1938, Side 137
Hlín
135
6. Jeg man og þakka hugljúfu æfintýrin öll,
sem ófstu um þína lífssögu, þó fjelli' á hana mjöil.
í bjarma þinna orða var bráðið gull hver straumur,
og bjartari mín æska og fegurri minn draumur.
Fríða.
Gömul barnabæn.
Almáttugur Quð og eilifi faðir, þú sem býður börnunum til
þin að koma, jeg bið þig auðmjúklega að þú viljir þína náð
senda i mitt hjarta og mína æsku með þínum heilaga anda upp-
fræða. Quð minn, gefðu mjer góðan skilning gott að læra, svo
jeg dag frá degi eflist og aukist í þinni kenningu og ölln kristi-
legu framferði, svo jeg ungur og gamall verða mætti þínu heil-
aga nafni til lofs og dýrðar. i Jesú nafni, amen.
Borðbæn.
Gef oss í dag vort daglegt brauð,
Vor Drottinn Guð af þínum auð.
Vort líf og eign og bústað blessa
og blessa oss nú máltíð þessa,
en gef vjer aldrei gleymum þjer,
er gjafa þinna njótum vjer.
V. B.
„Hlín".
Arsritið „Hlín“ kom ekki út haustið 1937 vegna fjar-
veru ritstjórans. — „Hlín“ þakkar útsölumönnum kær-
lega fyrir hjálpina við söluna og skilvísa greiðslu á
andvirði ritsins.
Til hægðarauka fyrir útsölumenn „Hlínar“ vestan
hafs, hefur því verið ráðstafað svo, að andvirði ritsins
má greiða sem hjer segir: Mrs. Guðrún Skaptason, 378
Maryland Str., Winnipeg, Man., Can. — Mrs. Jóna Hal-
vorson, 2343 Rae Str., Regina, Sask., Can. — Mr. An-
drew Danielson, Blaine, Wash., U. S. A. — Munu þau
gefa kvittun. — Áritun Halldóru Bjarnadóttur vetur-
inn 1938—39 verður: „Hlín“, Seyðisfirði.