Sumargjöf - 01.01.1907, Page 16

Sumargjöf - 01.01.1907, Page 16
12 yfir vatnið og sveitina, sú sjón liefir veitt mér fró og hugarhægð bæði sumar og vetur. Þar hefi ég ijósast fundið, að ég er barn Mý- vatnssveitar, best skilið og metið bönd þau sem tengja okkur saman. Þar hefi ég elskað hana heitast og hreinast. Ég hirði ekki hót um vígðu moldina né rekurn- ar þrjár; ég geri enga kröfu lil þess, að vera í þeim hóp sem kirkjan og klerkarnir nefna »rétt trúuð Guðsbörn«. Það kólnar. En mér er vel hlýtt, gæruskinnin veita mér næg- an il. Stjörnurnar blilca. Norðurljósin hvelfast jdir höfði mér. Gera musteri í loftinu, tigulegt og forkunnar- fagurt. Skrautlegustu hallir og íþróttabyggingar mann- anna eru svo sem leggjaborgir barna í samanburði við það. í því musteri er öllum frjálst að vera. Þar er engin skilgreining trúílokkanna. Þar mega koma menn úr austri og vestri, norðri og suðri, lieiðingjar og kristnir; þeir sem að eins trúa á náttúruna, ein- seluinenn, mormónar, meinlæta munkar, eldsdýrkend- ur, hjálpræðis hermenn og bersyndugir. Það rúmar alla. Þar getur hver og einn dýrkað drottinn sinn, eftir eigin viti, eigin tilfinning og fjálgleik. Það musteri leggur engan lögtjötur á »söfnuð« sinn. Þar ríkja hvorki ævagamlar úreltar kreddur né sjálfsþóttafullt trúflokkaþras. Þar eru allir jafnir, engin efstu sætin og engin þau neðstu. Aldrei hefir mér staðið meiri stuggur al' kenningu eilífra písla en nú. Aldrei haft meiri andstyggð á

x

Sumargjöf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sumargjöf
https://timarit.is/publication/547

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.