Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1930, Síða 14

Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1930, Síða 14
12 ÚTVARPSÁRBÓK styltri fjarlægðir, og ólíkt landslag og jarðveg, hefi eg gert áætlun um langdrægi nýju stöðvarinnar á óliagstæðasta árstíma. Eg hefi skift landinu i 8 belti eftir því hvernig heyrist þar til stöðvarinnar. Er þetta sýnt á 6. mynd. I. belti er næst stöðinni, og lieyrist þar ávalt ágætlega til hennar og truflanalaust, jafnvel þótt truflandi raftæki séu skamt frá. Það má vel lieyra stöðina með heyrnartóli og krystaltæki, jafnvel þótt loftnetið sé alt inni í stofunni. Á einföldustu lampa- tæki heyrist ágætlega. Ea- sjálfsagt að nota raflögn hússins sem loftnet, ef aðeins er lilustað á þessa stöð, er það bæði umsvifaminnst og ódýrast; það þarf þá aðeins að fá lítið tæki (koslar 2—4 kr.). sem heldur ljósaspennunni frá útvarpstækinu. 1 þessu helti er liinsvegar erfitt að taka við útvarpi frá erlendum stöðvum meðan íslenzka stöðin er að útvarpa; þetta má þó gera með sérstaklega glöggurn tækjum. í II. belti heyrist líka ágætlega til stöðvarinnar og truflanalaust, þótt notandinn búi nálægt hinum venjulegu truflandi raftækjum. I þessu belti má líka nota hin ódýru krystaltæki með heyrnartóli, en víð- ast Iivar þarf þó útiloftnet fyrir þau. Hinsvegar lieyr- ist ágætlega á einföldustu lampatæki með innanhúss loftneti. Það þarf ekki nærri eins glögg: útvarpstæki og í I. belti til að geta hlustað á erlendar stöðvar á meðan stöðin hér útvarpar. í III. belti er einnig liægt að lilusta á stöðina með krystaltækjum og sæmilegum útiloftnetum. Þó má vera, að hinar kröftugustu truflanir geti heyrst, sem vart koma fyrir í 3 skifti af hundraði og sízt á þessu

x

Árbók Félags útvarpsnotenda

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Félags útvarpsnotenda
https://timarit.is/publication/618

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.