Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1930, Side 15

Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1930, Side 15
ÚTVARPSÁRBÓK 13 svæði, er enginn stór kaupstaður er fyrir með mörg- um truflandi raftækjum. Ágætlega heyrist á einföldustu lampatæki. Á IV. belti fara að lieyrast truflanir frá neistastöðv- um í skipum og kröftugustu raftækjatruflanir, ef Iþær koma upp skamt frá. Jafnvel öflugustu loft- truflanir geta lieyrst. Það ætti þó nærri altaf að mega lilusta truflanalaust, þegar búið er að dreifa eða út- rýma raftækjatruflunum, svo sem er í ráði. 1 þessu belti má enn nota krystaltæki, ef útiloftnetið er gott og liátt. Á lampatæki heyrist ágætlega með stofu- loftneti. í V. belti er lika mögulegt að nota krystaltæki, en loftnetið verður þá að vera sérlega hátt og; vel ein- angrað. Truflanirnar verða dálitið meiri en i IV. belti, en þó nærri altaf alveg hverfandi. I VI. belti hættir að vera mögulegt að heyra stöðina með krystaltækjum. Hinsvegar heyrist liún ágætlega í gjallarhorni með sæmilegu 2—3 lampa tæki, og svipað er um VII. belti, þar má heyra hana vel með góðum 3-lampa tækjum og útiloftneti. 1 VIII. belti má nota beztu 3-lampa tæki og sæmi- leg 4-lampa tæki. Þótt truflanirnar séu nú stundum talsverðar, munu þær þó ekki verða þeim óþægileg- ar, sem vanir eru að hlusta á erlendar stöðvar. í þessu belti finnst líka talsverður styrkleikamunur eftir dagsbirtunni. Hvergi á landinu mun aðstaðan vera svo slæm, að ekki megi hlusta þar á útvarpið héðan á góð 4-lampa tæki, sem nú fást hér í verslunum og jafnvel með 3-lampa tækjum, ef loftnetið er nægilega hátt.

x

Árbók Félags útvarpsnotenda

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Félags útvarpsnotenda
https://timarit.is/publication/618

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.