Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1930, Page 17

Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1930, Page 17
ÚTVARPSÁRBÓK 15 tilnefndur af Háslcóla Islands og hinn þriðji val- inn meðal þriggja manna, sem Félag útvarpsnot- anda1) tilnefnir, enda sé þá fjórðungur útvarps- notanda á landinu i þvi félagi. Að þessu sinni mun ráðherra hafa litið svo á, að félag notanda gœti varla skoðast sem aðili i ])essu máli, meðan ekkert útvarp væri rekið hér á landi og því engir útvarpsnotendur, sem greiddu gjöld til útvarpsrekstrar. í öðru lagi veit enginn, hve margir útvarpsnotendur eru nú í raun og veru hér á landi, og var því lítt mögulegt fyrir „Félag víð- varpsnotanda“ að færa rök fyrir því, að það upp- fyllti ofannefnd lagaskilyrði. í útvarpsráðið liafa nú verið skipaðir: Helgi Hjörvar forseti, Páll fsólfsson og Dr. Alexander Jóhannesson. Ilafa þcir allir vikist vel við þeim tilmælum, að skýra lesöndum árbókarinnar frá helztu fyrir- ætlunum sínum og áhugamálum í samhandi við útvarpið. Gefa ummæli þeirra, sem hér fara á eft- ir, hinar heztu vonir um, að yfirstjórn útvarpsins sé vel borgið í liöndum þeirra. 1) Til skýringar skal þess getið, að milliþinganefndin, sem samdi lögin um ríkisútvarp, notaði allstaðar orðið „víðvarp" og gerði því ráð fyrir að „Félag víðvarpsnotanda", sem átti fulltrúa í nefndinni, lilnefndi menn í útvarpsráðið af liendi notanda. Á Alþingi var frumvarp nefndarinnar sam])ykkt með þeirri hreytingu, að allstaðar kæmi „útvarp“ í staðinn fyrir „víðvarp“. Var nafni félagsins þar með einnig breytt í „Félag útvarpsnotanda".

x

Árbók Félags útvarpsnotenda

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Félags útvarpsnotenda
https://timarit.is/publication/618

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.