Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1930, Síða 19

Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1930, Síða 19
ÚTVARPSÁRBÓK 17 En löngun xnanna eftir útvarpinu er xnjög for- vitni blandin, og ein af þeim hættum, sem útvarp- ið hér mun eiga fyrir sér að mæta ■—- og vonandi að sigrast á •— er það, að þegar menn liafa náð í útvarpið, þá fer brátt af því ljónxi eftirvænting- arinnar. í staðinn fyrir tilhlökkunina koma kröfur urri það, að þessi nýi hlutur svari til þeirra vona, sem menn gerðu sér um hann. Það má ekki gleyma því, að útvarpinu eru takmörk sett, eftir eðli þess sjálfs. Erindi útvarpsins til almennings á Islandi má innihinda i þrem höfuðatriðum: 1) það getur flutt mönnum tafarlaust fregnir og nýjungar; 2) það getur skemmt mönnum með hljóðfæraleik, og eitt- hvað með söng; 3) það getur frætt rnenn og vakið, með beinni kennslu í sumum greinum, með fyrir- lestrum, messugerðum og því urn líku í öðrum efnum. Viða hvar erlendis hefur útvarpið í reyndinni verið notað því nær eingöngu til skemmtunar eða dægrastyttingar. Margar siórstöðvar útlendar virð- ast jafnvel hafa komist á svipað stig og miðlungs- kvilcmyndir eða þaðan af lakaxá, veitt það, sem „fólkið“ vildi helzt lilýða á. Múgurinn vill „leik hinnar léttu gigju“, eins og Einar Benediktsson orðar það, eða „skrallmúsik“, eins og Reykviking- ar segja. Múgurinn „skrúfar fyrir“ fróðleik og al- varlega hluti. Varla þarf að efa, að þetta verður á aðra lund hér, fyrst af því, að alþýða lxér á landi er nám- fús og þyrst í fróðleik. En í öði’u lagi af því, að íslenzka stöðin mun vissulega vei’ða rekin sem 2

x

Árbók Félags útvarpsnotenda

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Félags útvarpsnotenda
https://timarit.is/publication/618

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.