Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1930, Page 21

Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1930, Page 21
ÚTVARPSÁRBÓK 1!) ekki um að selja, og enginn getur kvartað und- an þvi. Einkasölunni aftur á riióti mundi fylgja hin ófrá- vikjanlega mótstaða sumra manna gegn einkasölu, i hverri mynd sem er, jafnvel þó hún sé bersýni- lega til bóta. Þetta er þvínær einskisverð ástæða. Önnur ástæða cr það, að fáeinir menn mundu missa af nokkrum verzlunarhagnaði vegna einkasölunn- ar, og er það ekki lieldur veigamikil ástæða. En að láta verzlun með tækin afskiftalausa, það væri háskalegt glapræði; margvíslegu skrani mundi verða prangað inn á grannlaust fólk, þvi að af skraninu og úrgangsvörunni er mikið til. En márg- ur sá, sem svikinn yrði í fyrstu, mundi, ofan á skaða sinn, missa alla trú á útvarpinu. Útvarpsráðið lagði það einróma til við lands- stjórnina, að eftirlit væri sett með tækjaverzlun- inni, og þar með, að útvarpsráðið teldi fyrir sitt leyti einkasölu miklu gagngerðari og heppilegri leið. Stjórnin liefir nú komið frumvarpi um einkasölu fyrir þingið, sem telja má víst að gangi fram. Það er augljóst, að útvarpsstöðin kemur þá fvrsí að fullu gagni, ef útvarpið kemst inn á hvert heim- ili, eða því sem næst. En fátækt og erfiðleikar niunu því miður hindra marga i því, að fá sér útvarpstæki. Margvíslegar tillögur hafa komið fram um það, að styrkja menn til þessara kaupa. Ein er sú, að láta arðinn af einkasölunni ganga til þess, að styrkja hin fátækari heimili til að eignazt út- varpstæki. Landsstjórnin hefir þó ekki, að svo slöddu, séð sér fært að taka upp þessa leið. En þetta biður úrlausnar. Helgi Hjörvar.

x

Árbók Félags útvarpsnotenda

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Félags útvarpsnotenda
https://timarit.is/publication/618

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.