Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1930, Side 29

Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1930, Side 29
ÚTVARPSÁRBÓK 27 taka við, skýra efni fyrirlestranna nánar. Útvarps- kennslan útrýmir |því hvergi kennurum, cn eykur kennsluna og fjörgar og gerir námið allt skemmti- legra. Álit mitt er, að útvarpskennsla til hinna ýmsu skóla landsins, er hafa lélega aðstöðu og ónóga kennslu, sé eitt af mikilsverðustu viðfangsefnum út- varpsins íslenzka. Það er reynsla annara þjóða, að tungumálakennslu og allskonar fræðslu verði bezt fyrir komið með viðræðum (dialog), þannig, að ann- ar spyr við og við um einstök atriði, er liinn flytur, líkt og í Atla Bjarnar Halldórssonar. Útvarpið islcnzka mun vafalaust þarfnast nokkurs tíma til fullkomnunar, likt og í öðrum löndum, en öllum má gleðiefni vera, að eftir nokkra mánuði tekur útvarpsstöðin til starfa og allt ísland hlustar þá á fregnir af viðburðum, sem eru að gerast i heim- inum eða lifir sjálfa viðburðina; til afdala og fram til annesja berast hljómar þeir, er hrært liafa hjörtu stærstu tónsnillinga heimsins, sem „loga upp and- ann, sálina liita og hrotna i brjóstsins strengjúm.*1 Þó hefst nýr þátt i íslenzku menningarlifi.“ Speaker. Sá sem hefir það starf á hendi, að ávarpa hlust- endur útvarpsins, lesa fregnir, tilkynningar o. fl., er nefndur „speaker“ (frh. spíker) með enskumæl- andi þjóðum og viðar. I Noregi er liann nefndur „hallómaður“. Hér á landi eiga menn eftir að velja honum hæfilegt nafn. Tillögur óskast!

x

Árbók Félags útvarpsnotenda

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Félags útvarpsnotenda
https://timarit.is/publication/618

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.