Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1930, Page 31

Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1930, Page 31
ÚTVARPSÁRBÓK 29 að vænta, að J. Þ. eigi einnig nægilega lipurð og prúðmennsku i livivetna til þess að hæfileikar hans og dugnaður megi njóla sín eigi síður til friðsam- legra starfa en til baráttu. Af því að sumir virðast kviða þvi, að útvarps- stjórinn muni reynast hlutdrægur i stöðu sinni og draga um of taum þeirrar stefnu i þjóðmálum, sem hann hefir áður l)orið merki fyrir, þykir rétt að benda á það, að slíkt er cigi síður á valdi og ábyrgð útvarpsráðs en útvarpsstjóra. En skipun útvarps- ráðsins er einmitt hagað þannig, að það verði jafn- an sem víðsýnast en hlutlausast. Annars væri það mikill misskilningur, að vilja útilolca umræður um þjóðmál frá starfsemi útvarpsins. Islendingar hafa almennt svo mikinn áhuga fyrir stjórnmálum, að rökræður um þau mundu kærkomnar. Hvorki Jónas Þorbergsson eða þeir aðrir, sem um starfið sóttu og komið gátu til greina, hafa liaft tækifæri til þess að sýna nokkra sérstaka hæfileika i þá átt, að stjórna útvarpi. Reynslan verður að skera úr því, hvernig valið hefir tékist. En að óreyndu er ekki ástæða til annars en að óska útvarpstsjóranum þess, að honum megi auðn- ast að rækja liið ábyrgðarmikla starf sitt til lieilla þjóðinni og sjálfum sér lil sóma.

x

Árbók Félags útvarpsnotenda

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Félags útvarpsnotenda
https://timarit.is/publication/618

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.