Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1930, Side 39

Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1930, Side 39
ÚTVARPSÁRBÓK 37 hið bezta, sem til er af ræðu og söng úr höfuðstað landsins. Fáar nýjungar í heiminuni hafa verið eins fljótar að komast í almenna notkun og útvarpið. Uppgötv- un þess á sér tíu ára afmæli seint á þessu ári, sem nú er að liða, og þó er það nú þegar viðurkennt og notað al' miljónum manna í margvíslegu augnamiði. En svo er um það sem annað, að veldur hver á lield- ur. Sumstaðar liefir það um of verið notað fyrir skröltmúsik og auglýsingar, en á siðustn tímum hef- ir það óðum verið tekið í þjónustu menningarinnar, T. d. má geta þcss, að á Englandi eru nú útvarpsvið- tök komin i vfir 5000 skóla. Ilafa þó Englendingar ekki Jjótt gleypigjarnir á nýungar. En sé góður jarð- vegur fyrir útvarp á Engiandi, þá ætti hann að vera margfalt betri á íslandi. Óvíða í heimi mun það geta orðið til slíkrar blessunar, sem liér á landi. Eng- land er litlu stærra að flatarmáli en Island, en fólk- ið er undir það 400 sinnum fleira. Þar er þétt net járnbrauta og sima. Megin þrándur í götu alþýðufræðslu vorrar er strjálhýli og erfiðar samgöngur í sveitunum, en í kaupstöðnm skortur á ráðstöfunum, til þess að bæta upp hin hverfandi heimilisáhrif. Hin snögga hreyt- ing á högum vorum, sem drepið var á, hefir opnað augu manna fyrir nauðsyn á hættu uppeldi, og auk- inni fræðslu, ef komandi kynslóð á að lialda áfram að vera læs og skrifandi. Þess vegna liefir nú hver kaupstaðurinn af öðrum fært skólaskyldu barnanna niður í 7—8 ára aldur, þótt höfuðstaðurinn hafi þar orðið á eftir vegna skorts á liúsnæði til kennslu. Þessi ráðstöfun liefir aukið á afstöðumun sveita og sjó-

x

Árbók Félags útvarpsnotenda

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Félags útvarpsnotenda
https://timarit.is/publication/618

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.