Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1930, Side 41

Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1930, Side 41
ÚTVARPSÁRBÓK 39 ekki verið notað sem menningartæki fyrst og fremst. Sumir hafa andúð gegn útvarpshugmyndinni af meðfæddri hræðslu við allt, sem nýtt er og fastheldni við allt gamalt. Meira að segja liefir bólað á þeirri fáránlegu ímyndun, að þegar öll þjóðin lilustar á það sama, þá fari allir að hugsa eins, allir verði steyptir i sama mótinu, og sérkennin liverfi. Væri þetta rétt, mundi ráðlegast að semja bannlög gegn aðflutningi útvarpstækja. En iivað ætti þá að segja um bækur, eins og t. d. Heilaga ritningu, og íslend- ingasögur; þær fara inn á öll heimili og flytja öll- um sömu hugmyndir, þá mætti og fara að lita horn- auga til síma, blaða, timarita og annara liugsana- boðbera. En svo mun fara með þessa hræðslu eins og svo marga aðra, að hún mun reynast óþörf, þegar reynslan og binn rétti skilningur koma til skjalanna. Þeir, sem komnir eru til vits og ára og hafa haft tækifæri til allviðtækra athugana, munu liafa tekið eftir því, að á útkjálkum, þar sem allra afskekktast liefir verið, eru menn líkari hver öðrum en annars- staðar. Sími, póstur, blöð og bækur hafa nú gert það að verkum, að nú eru ekki til afslcekktir staðir á landinu við það sem áður var. Fyrir fáum tugum ára voru hér til sveitir, þar sem fátt barst að af nýj- um straumum. Fólkið lifði andlega á því, sem prest- urinn þess sagði og lieyrði fátt annað; kenning hans var oft sjálfri sér lík sunnudag eftir sunnudag, ár eftir ár. Þar var friður og öllu óliætt, þar var and- leg lygna eða hugarstraumar hægir og féllu flestir í sömu átt, jþar hólaði ekki á brimróti andstæðra skoð-

x

Árbók Félags útvarpsnotenda

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Félags útvarpsnotenda
https://timarit.is/publication/618

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.