Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1930, Side 42

Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1930, Side 42
40 ÚTVARPSÁRBÓIC ana. Þar var sjaldan mikils framtaks að vænta, hvorki á sviði efnis né anda. Þegar svo er opnað fyrir aðstreymi fjölbreyttra stefna, sótt og varið af rökfimi, einu haldið fram í dag sem algildum sannindum og hinu gagnstæða á morgun, þá er ekki lengur hægt að segja já og amen við öllu. Það er oft ónotalegt að verða að reisa höfuðið frá værðarkoddanum og standa einn á kross- götum með lilemmibrautir í allar áttir, en maður við hverja sem hrópar: „Mín leið er sú eina rétta.“ Þá fyrst reynir á manngildi einstaklingsins. Honum líð- ur ef til vill ver, en ef hann væri taminn og teymd- ur vissa braut, en liugsun lians vaknar ekki, fyr en neyðin knýr hann til að velja og liafna sjálfur einn og óstuddur. Þá reynir fyrst á manngildi lians, og sá sem lærir ungur að brjóta til mergjar ólikar skoð- anir, verður maður að meiri. Hugarvakning á ung- um aldri getur oft leitt í Ijós afburða hæfileika, sem lílið hefði horið á að öðrum kosti. Eg geri ráð fyrir, að þroski komandi kynslóða fari að nokkru eftir því, hvort þær alast upp í sveit eða sjávarþorpi. Flestir munu telja sveita ujjpeldið liollara einkum meðan þorpin skortir leilcvelli, barna- garða og annað sem bæta mætti að nokkru upp hin liverfandi heimilisáhrif. Yonandi fækkar ekki í sveitum landsins úr því sem nú er ]íar. Virðist nú að ýmsu leyti bjartara fyr- ir stafni en áður liefir verið. Valda því einkum auk- inn áhugi, þekking og hagstæð lánskjör, til þess að rækta, byggja, rafvirkja, kaupa landbúnaðarvélar o. fl. En allar eru þessar umbætur á sviði efnisins, og ekki stoðar það æskulýðinn, að alast upp í raflýst-

x

Árbók Félags útvarpsnotenda

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Félags útvarpsnotenda
https://timarit.is/publication/618

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.