Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1930, Side 43

Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1930, Side 43
ÚTVARPSÁRBÖK 41 um höllum, ef hann er í andlegri sveltu, og verður svo að liverfa til kaupstaðanna, til þess að svala þekkingarlöngun sinni og listlmeigð. Margir minnast með söknuði kvöldvakanna gömlu, þegar einn las eða kvað, og allar hendur voru á lofti við fjölbreyttan heimilisiðnað, en á sama tíma nutu þó allir sameiginlega hinnar andlegu naulnar. Þetta fyllti heimilin hollum unaði. Nú er að rísa ný heimilisiðnaðar öld á íslandi í betri og fegurri stil en áður var, en hver á að skennnta og fræða meðan unnið er, því daufar |þóttu langar vökur, ef slíkt vantaði. Það á útvarpið að annast. Það getur verið liollur skóli bæði fj’rir börn og fullorðna, og ódýr, í samanburði við árangurinn. Þó undarlegt megi virðast, getur útvarpið stutt lieimilisiðnaðinn. Mönnum þykir gott að hafa eitt- hvað handa milli, meðan hluslað er, og vinnan geng- ur betur. Þ'ess má geta í þessu sambandi, að iðju- liöldar vestur í New York, sem hafa margt fólk í vinnu, ráða stundum til sín lesara,, sem situr í miðri vinnustofunni og les. Hefir þeim ]>ótt þetta hor'ga sig vel, því að fólkið er ánægðara og vinnur meira og betur. Það vill svo vel til, að notkun útvarps í þjónustu menningar, er nú komin yfir tilraunastigið. Þótt Jæssi nýung sé ung að aldri, er hún alstaðar viður- kennd. Myndasending liefir meira að segja verið notuð víðsvegar í Evró])u, með hjálp hins svoncfnda Fultogra])hs, sem kenndur er við Englending ])ann er fann hann upp, Otlio Fulton. Myndir eru t. d. send- ar frá Englandi til Ástralíu með allgóðum árangri; er þó fjarlægð milli þeirra landa ellefu þúsund mílur.

x

Árbók Félags útvarpsnotenda

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Félags útvarpsnotenda
https://timarit.is/publication/618

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.