Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1930, Qupperneq 46

Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1930, Qupperneq 46
44 ÚTVARPSÁRBÓK og samtal á heimilunum, heldur og í skólunum með- al nemendanna. Sagt er að í Ohio skrifi nemendurn- ir fjölda hréfa um það er þeim berst frá útvarpsstöð- inni. Eru mörg þeirra skrifuð til annara skóla, lil einstaklinga og til stöðvarinnar, til þess að þakka það sem bezt þykir, biðja um meira af því o. s. frv. En sendibréf munu reynast allra ritæfinga hczt, því að hinn ákveðni tilgangur vekur áhuga til sem mestrar vandvirkni. Útvarpið liefir og reynst mjög örfandi fyrir lestr- arlöngun nemendanna. Er þeir iiafa hlýtt á vekjandi og fræðandi útvarps-erindi um eitthvert efni, biðja þeir um bók úr skólasafninu, til þess að fá að vita meira um það. Fræðsla, sem þannig er aflað, mun verða happadrýgri en sú, sem fæst með nauðungar- lexíum. Reynist svo viðar, að útvarp veki almenna löngun nemendanna, til Jjess að leggja fram krafta sína af sjálfsdáðum, þá er liér að ræða um mikils- verða skóla-nýung. Auðvitað verður þetta ekki að öllu lcyti af sjálfu sér. Þótt útvarpsnotkun verði almenn á landinu og námsefnið vel vandað, þá mun jþað jafnan verða mikið undir kennurum og heimilum komið, iiver árangur verður, hve vel tekst að glæða áhuga nemendanna og að beina honum inn á svið a t- ii a f n a. Steingrímur Arason.

x

Árbók Félags útvarpsnotenda

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Félags útvarpsnotenda
https://timarit.is/publication/618

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.