Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1930, Page 48

Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1930, Page 48
46 ÚTVARPSÁRBÓK vildu, þegar fram í sækir, fá að ráða nokkru um þetta, meira en trygt er með núgildandi lögum um útvarpið. Á ég þar við t. d. skólana og kirkjuna. Útvarpið ldýtur að snerta og geta styrkt mikið starfsemi þessara stofnana, — og því engan veg- inn ósanngjarnt, að tryggja þeim nokkurn íhlut- unarrétt um stjórn þess. Eg teldi þvi mjög æski- legt, að liorfið yrði að því ráði, að hafa 5 menn í stað 3ja í stjórn útvarpsins, og væru þeir valdir sem liér segir: 1 skipaður af kennslumálaráðuneyt- inu, 1 valinn af kennaraþingi fyrir skólana, 1 val- inn af væntanlegu ltirkjuráði fyrir kirkjuna, og 2 af útvarpsnotendum, annar af kaupstöðum og hinn af sveitum. Því að vitanlega fara óskir þessara að- ila ekki saman að öllu leyti um efnisval. Með þessu væri tryggður réttur allra þeirra, sem lielzt eiga iiér hagsmuna að gæta, og má þá vænta betri sam- vinnu og þar af leiðandi fyllra gagns af starf- seminni. Útvarp og veðurfregnir. Veðurfræðin á aðallega loftskeytum og flugförum að þakka gengi sitt á síðasta áratugi. — Eins og flest- um mun kunnugt, byggjast veðurspár nú á línlum á veðurathugunum frá veðurstöðvum nær og fjær. Því þéttara og víðáttumeira sem stöðvakerfið er, því gleggra yfirlit fæst um það, hvernig veðurlagið er og |)vi hægra er að segja með vissu, hvernig það muni verða á næstu dægrum.

x

Árbók Félags útvarpsnotenda

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Félags útvarpsnotenda
https://timarit.is/publication/618

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.