Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1930, Page 53

Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1930, Page 53
ÚTVARPSÁRBÓK 51 allskonar vinnuvélum, ryksugum, bónvélum, liár- þurkunartækjum, hitakoddum, ljósauglýsingatækj- um, strokjárnum með hitastilli í o. fl. Ættu menn, er eiga slík tæki, að forðast eins og liægt er að nota þau kl. 7—11 á kvöldin. Reglugerð um útvarpsloftnet. Ennfremur á að gefa út reglugerð um loftnet fyrir útvarpstæki. Er það gert til að koma í veg fyrir óþægindi, tjón og hættu, er lilotist getur af því, ef illa er um loftnetin húið. Hafa í vetur livað eftir annað komið fyrir atvik, er sýna, að brýn nauðsyn er á reglnm og eftirlili fyrir loftnetin. Alþingi og útvarpið. Alþingi heldur að nafninu til þingfundi fyrir opn- um dyrum, en hitt vita allir, að áheyrendasvalir Alþingisliússins eru svo litlar, að einungis sárfáir af þeim, sem hlýða vilja á umræður, komast þar fyrir, enda þótt oft sé „þröngt á þingi“ og óvistlegt á pöllunum. Yirðist einsætt að allur landslýður krefjist þess, að umræðum um öll liin merkari þing- mál verði varpað út, jafnskjótt og útvarj^sstöðin er til þess húin. Mundi það eigi síst kærkomið þeim sem búa fjarri höfuðstaðnum og eklci eiga einu sinni kost á því að olnboga sig inn i þvöguna á pöllum alþingishússins. Mætti og ælla, að það yrði til þess að skerpa skilning og áliuga alþýðu manna á þjóðmálum, ef þeir ættu kost á að fylgjast með umræðum i þinginu, en væru eigi með öllu komnir upp á meinlitaðar frásagnir flokkshlaðanna. — 4*

x

Árbók Félags útvarpsnotenda

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Félags útvarpsnotenda
https://timarit.is/publication/618

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.