Dvöl - 01.04.1941, Qupperneq 32

Dvöl - 01.04.1941, Qupperneq 32
110 D VÖL Hann þagði, og ég neyddist til þess að spyrja: „Jæja, hvernig endaði þetta svo?“ „Ég var fluttur til Cayenne,“ svaraði hann. Hann hélt, að einhver hefði ljóstrað upp um þá. Lögregluþjón- arnir komu og réðust á hann, þar sem hann stóð að húsabaki og hélt á pokanum, sem sprengjan var í. „Þessi fífl“ börðu hann niður, án þess að taka eftir, hvað hann hafði í hendinni. Hann furðaði sig á því, að sprengjan skyldi ekki springa, þegar hann féll. En hún sprakk ekki. „Ég reyndi að segja sögu mína fyrir réttinum," hélt hann áfram. „Dómsforsetanum var skemmt. Meðal áheyrendanna voru einhverj- ir bjánar, sem hlógu.“ Ég lét í ljós þá von, að einhverjir af félögum hans hefðu einnig verið handteknir. Það fór hrollur um hann. Svo skýrði hann mér frá því, að tveir þeirra hefðu verið teknir, Símon, sem einnig var kallaður „Kex“, maðurinn, sem vék sér að honum á götunni, þegar fyrrver- andi húsbóndi hans rak hann burt, og Mafile, annar þeirra, sem hann bauð að borði sinu í drykkjugildinu í veitingahúsinu. „Já,“ hélt hann áfram og átti sýnilega bágt með að segja frá þessu. „Ég naut ánægjunnar af fé- lagsskap þeirra á St. Jósefseyju, ásamt átján eða nítján öðrum föngum. Við vorum allir sagðir hættulegir." St. Jósefseyjan er sú fallegasta af Iles de Salute. Hún er klettótt og græn; þar eru grunn gljúfur, runnar, skógarþykkni, mangotré og pálmar. Sex hermenn, vopnaðir skammbyssum og stuttum rifflum, gæta fanganna, sem'þar eru. Á daginn kemur áttæringur frá Ile Royale', á milli eyjanna er ekki nema fjórðungur úr mílu. Á Ile Royale er öflugur hervörður. Fyrsta ferðin er klukkan sex á morgnana, en klukkan fjögur síðdegis er bát- urinn bundinn í lítilli bátakví á Ile Royale. Frá þeim tíma, til klukk- an sex að morgni, er St. Jósefs- eyjan án alls sambands við um- heiminn. Hermennirnir standa til skiptis á verði á stígnum milli varð- hússins og fangakofanna, en ó- grynni gráðugra hákarla synda meðfram ströndinni. Fangarnir stofnuðu til samsæris og ætluðu að hagnýta sér þessa aðstöðu. Slíks voru engin dæmi í sögu fanganýlendunnar. En það var ekki ómögulegt, að fyrirætlanir þeirra gætu heppnast. Þeir ætluðu að ráðast á varðmennina að óvör- um og drepa þá um nóttina. Vopn varðmannanna átti svo að nota til þess að skjóta þá, sem í bátnum væru, þegar hann kæmi um morg- uninn. Svo ætluðu fangarnir að taka alla hina bátana, þegar þeir væru búnir að ná áttæringnum á sitt vald, og róa upp að megin- landsströndinni. Þegar skyggja tók, kölluðu varð- mennirnir ■ tveir fangana saman.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.