Dvöl - 01.04.1941, Blaðsíða 65

Dvöl - 01.04.1941, Blaðsíða 65
DVÖL 143 mundi fjara aftur og hvernig þeir gætu eignazt skepnur á ný og plægt jörðina. Lan Ying heyrði föður sinn segja: „Ég beiti sjálfum mér fyrir plóg- inn, þegar þar að kemur og ég hugsa, að konan min skorist ekki undan að gera slikt hið sama, svona við og við. En hvað ætli það stoði, þó að maður plægi, þegar engu korni er hægt að sá í mold- ina? Hvaðan fáum við útsæði? Ekkert korn eigum við.“ Lan Ying dreymdi skip, sem kom þeim til hjálpar. Það hlaut að vera til fólk í heiminum, sem átti korn. En hvað hún óskaði þess heitt að sjá bát. Alla daga sat hún kyrrlát og hljóð og horfði yfir vatnið. Bara að hún sæi nú bát með mönnum í. Hún ætlaði að hrópa til þeirra: „Prelsið þið okkur. Við sveltum. Við höfum orðið að lifa á hráum kröbbum í margar vikur.“ Jafnvel þó að þeir gætu ekkert íyrir þau gert, þá gátu þeir þó ró- ið eitthvað eftir hjálp. — Það var eina vonin. Lan Ying fór að biðja fljótið að senda þeim bát. Hún endurtók bænir sínar á hverjum einasta degi, en árangurslaust. öag einn sá hún þó einhverja öökka þúst úti við sjóndeildar- hringinn. Henni sýndist það vera bátur, þegar það bar við heiðan himininn. En svo hvarf það skyndilega í þokubólstur og kom ekkí framar í Ijós. Þessi draumsýn gaf henni nýjan þrótt. Hún var svo sannfærð um það, að bráðlega kæmi bátur til þeirra, að hún sagði við föður sinn einn daginn: „Pabbi, ef það kæmi nú bátur hingað?“ Hann svaraði harmþrunginn: „Hver ætli viti um það, að við erum hér, barn. Nei, við erum háð miskunnsemi fljótsins.“ Hún sagði ekkert, hélt bara á- fiam að horfa út yfir fljótið. Svo var það einn dag, að hún sá bát úti við sjóndeildarhringinn. Hún virti hann lengi fyrir sér, án þess að mæla orð frá vörum. Ef til vill hyrfi hann eins og hinn fyrri. En þessi bátur hvarf ekki sýn. Hann kom óðfluga nær. Hún beið full eftirvæntingar. Báturinn var nú kominn svo nærri, að hún sá greinilega, að i honum voru tveir menn. Hún hljóp til föður síns, sem hafði lagzt til svefns, til þess að gleyma hungrinu um stund. Hún hristi hann ákaft og hrópaði: „Vaknaðu, það er að koma bát- ur.“ Hinn holdgranni, óstyrki mað- . ur reis seinlega á fætur og horfði út á fljótið. Hann kom samstundis auga á bátinn, sem færðist nær og nær. Hann snaraðist úr bláu treyj- unni sinni og veifaði henni ákaft yfir höfði sér. Þau heyrðu menn- ina í bátnum hrópa, en enginn var þess megnugur að svara kalli þeirra. Báturinn lagði að, og mennirnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.