Dvöl - 01.04.1941, Side 79

Dvöl - 01.04.1941, Side 79
b VÖL 157 Gígskál Eyjafjallajökuls er óðum að tæmast að snæ, enda er norður-skriðjök- ullinn nærri búinn að mola niður gígbrún- ina. Að sunnan koma upp úr jöklinum nýir fjallstoppar og skriðjökulstungurnar styttast. _____ „Kúkujó" heitir bjöllutegund ein í Suð- Ur- og Mið-Ameríku. Líkt og flestar aðrar stórar bjöllur, er hún grá eða brún að lit og heldur óásjáleg, en á búk hennar eru fjórir gulleitir blettir, sem varpa frá sér skæru ijósi. Gefa líkamsvefirnir þar frá sér „fosfór“-kennt efni, er brennur, þegar loft kemur að því. Þegar bjöllur þessar Hjúga um í myrkri, er sem eldrákir mynd- ist í loftinu, og má oft sjá slíkar eldglær- ingar sindra um runna og tré á nætur- þeli í hitabeltislöndum Ameríku. Prum- byggjarnir í löndum þessum notuðu bjöll- Ur þessar til þess að lýsa híbýli sín. Þeir létu bjöllurnar í búr, sem þeir hengdu síðan upp eins og lampa. Bjöllurnar voru fóðraðar á aldinfrjói úr sykurreyr og vatni. Bjöllulampar eru enn búnir til í Suður- Ameríku, og er það tízka spánskra og kreólskra meyja að festa þá í sam- kvæmiskjóla sína. Svör við „Ilvcr sagöi“: 1. Jón Arason biskup, þegar presturinn, sem þjónustaði hann fyrir aftökuna, sagði: „Líf er eftir þetta líf, herra“. 2. Guðmundur góði, er þeir Sighvatur og Sturla höfðu eytt liði hans og tvístrað, en tekið hann sjálfan höndum. 3- Ari fróði Þorgilsson í formála íslend- ingabókar. 4- Jón Ögmundsson biskup um ísleif biskup. Þorgeir Ljósvetningagoði við kristni- tökuna á Alþingi árið 1000. 6- Karli, þræll Ingólfs Arnarsonar, um Seltjarnarnes. Gunnar i Hlíðarenda, er Önundur úr Tröllaskógi drap hund hans. itökni’ Elftir Pétar Benteln^Hon frá Grafardul Tvíveðrungur. Geislasindur sunnan fer, svalir vindar norðan anda. Dyggð og synd í sálu mér sömu lyndisþáttum blanda. Vor. Blárra linda hættir hefjast hlýrra vinda nótum. Hárra tinda vættir vefjast vorsins yndishótum. Augun. Á mig leit hún engilhrein eins og morgunljómi. Aldrei glaðar eygló skein yfir nokkru blómi. Moldviðri. Yfir veg hins vitra manns verpur heimskan ryki, til að öðrum heimur hans hennar verri þyki. Sleggjudómur. Löngum kvolast lítil blóm lífs í svolaslarki; en ef ég þoli ei þenna dóm, þá er stolið kjarki. í svefnrofunum. Dauðabróður geislaglans glapti —'og hljóð mér barst frá runni. Var það óður andvarans, eða ljóð af þrastarmunni? Heimafjöllin. Fyrir handan fjarðardjúp fjöllin standa, sem ég kenni, tigið land í ljósan hjúp lagt sem andað gamalmenni. \

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.