Dvöl - 01.04.1948, Blaðsíða 2
Smásagnasafn fyrir 50 krónur
Stöðugt berast Dvöl fyrirspurnir ura
það, hvort ekki sé hœgt að fá Dvöl
alla frá byrjun. Er ljóst, að marga
fýsir að eignast Dvöl alla, þótt þeir
hafi ekki tekið ráðið í tíma, enda er
það alls ekki að furða, þar sem óhætt
mun að fullyrða, að Dvöl sé stærsta
og bezta safn erlendra smásagn, sem
til er á íslenzku. Því miður verður
alltaf að svara þessum spurningum
Dvöl er ekki til frá byrjun. Upplag
hennar hefur jafnan verið nokkuð tak-
markað og miðað við kaupendatölu,
sem alltaf hefur verið að aukast, og
reynt hefur verið uð láta nýja kaup-
endur sitja fyrir eldri árgöngum, ef
þeir hafa óskað og til hafa verið.
Þó er nú til allmikið af eldri Dvöl
eða a. m. k. um 130 arkir alls, cn
l>að eru meira cn tvó þiísund. blaðsíð-
ur. 1 þessu cru noklcuð á þriðja
hundrað smásögur, auk margvíslcgs
annars efnis, og má það teljast álit-
Iegt smásagnasafn, og eru þar I sögur
eftir flesta frægustu smásagnahöfunda
heimsins. Nú hcfur vcrið ákvcðið að
bjóða þeim, scm þcss óslca að eignast
þctta, sem til cr af Dvöl fyrír kr. 50,00
burðargjaldsfrítt sent gegn póstkröfu.
Eru þetta hin beztu bókakaup og ætti
að koma að fullum notum, þótt ekki
sé allt saman samstæðir árgangar, þar
sem þetta eru mestmegnis sundurlaus-
ar smásögur. Er nýjum kaupendum
einkum bent á þessi kostakjör, og þeir,
sem hafa liug á að reyna að eignast
Dvöl alla, ættu ekki að láta undir höf-
uð leggjast að ná í það, sem til er af
Dvöl meðan til er, því að seinna getur
ef til vill gefizt færi á að fylla í skörð-
in og fá það, sem vantar.
Sendið Dvöl nafn yðar og heimilis-
fang, ef þér viljið notfæra yður þetta
boð, og yður mun verða sent það gegn
póstkröfu.
Lestrarfélögum og bókasöfnum, er
vilja afla sér góðs og heppilegs les-
efnis fyrir félaga sína, er og bent á
þessi kostakjör. Ilafa mörg Iestrarfélög
þegar notfært sér þetta og gefizt vel.
Þarna eru saman komnar margar af
beztu smásögum heimsbókmenntanna,
og Dvalarsögur hafa ælið verið mjög
vinsælar. Ymsir bókaverðir Iáta svo
um mælt, að Dvöl sé meðal allra vin-
sælasta lesefnis og sífellt í útlánum.