Dvöl - 01.04.1948, Blaðsíða 6
68
DVÖL
—— ^
WILLIAM FAULKNER
er amerískur rithöfundur, sem ritað
liefur margt smásagna. IJann er fædd-
ur árið 1897 og hlýtur því að teljast
til hinnar yngri skáldakynslóðar. IJm
hann hafa löngum staðið miklar deil-
tir. Sumir hafa \arpað honum í yztu
myrkur, eji aðrir hafið hann til skýja.
Stíll hans og frásagnarhátlur er hvort
tveggja mjög sérstætt og áhrif hans á
yngri höfunda eru geysimikil. Sagan,
sem hcr birtist í þýðingu Kristjáns
Karlssonar, er talin meðal beztu smá-
sagna hans og lýsa sérkennum hans
sem rithöfundar mjög vel.
v________________________________>
ist hún hafa haft tímann fyrir sér
viS uppþvottinn.“
„Sendu Quentin fram að gá,“
sagði pabbi. „Farðu fram og gáðu,
hvort Nanna er búin. Segðu henni
að hún megi fara heim.“
Ég fór fram. Nanna var búin.
Diskarnir vóru á sínum stað og
dautt í eldinum. Nanna sat á stól
við kalda stóna. Hún leit á mig.
„Mamma spurði, hvort þú værir
búin,“ sagði ég.
„Já,“ sagði Nanna. Hún horfði á
mig. „Ég er búin að fullu og öllu.“
Hún horfði á mig.
„Hvað er að?“ sagði ég. „Hvað er
að?“
„Ég er bara surtla,“ sagði Nanna.
„Og það er ekki mér að kenna.“
Hún horfði á mig úr stólnum
framan við kalda stóna með strá-
kolluna sína á höfðinu.
Ég fór aftur inn. Þetta var það,
köld stóin og allt eftir því. Maður
sér í huganum eldhúsið bjart og
glaðlegt og fullt af önn. Og hér
var dautt í eldinum og diskarnir
komnir í rekkið og enginn, sem
langaði í mat þá stundina.
„Er hún búin?“ sagði mamma.
„Jamm,“ sagði ég.
„Hvað er hún að gera?“ sagði
mamma.
„Hún er ekkert að gera. Hún er
búin.“
„Ég ætla að gá að henni,“ sagði
pabbi.
„Hún er kannske að bíða eftir
Jesúsi að fylgja sér heim,“ sagði
Kaddý.
„Jesús er farinn frá henni,“
sagði ég. Nanna hafði sagt okkur
söguna af því, að einn morgun
var Jesús farinn, þegar hún vakn-
aði.
„Hann er farinn frá mér,“ sagði
Nanna. • „Brugðið sér til Memfis,
býst ég við. Er að þvæla bæjarlög-
regluna um stund, býst ég við.
„Lítill skaði,“ sagði pabbi. „Vona,
að hann ílengist þar.“
„Nanna er myrkfælin,“ sagði
Jason.
„Þú líka,“ sagði Kaddý.
„Ó, nei, nei,“ sagði Jason.
„Skræfa,“ sagði Kaddý.
„Vertu ekki að þessu, Kanda-
sía,“ sagði mamma. Pabbi kom inn
aftur.
Ég ætla að ganga með Nönnu
ofan stíginn," sagði hann. „Hún
segir, að Jesús hafi snúið við.“