Dvöl - 01.04.1948, Blaðsíða 58
120
Tea frænka lýsti því þegar yfir,
að hún fyrir sitt leyti vildi miklu
heldur vera kyrr heima í hótelinu.
Það væri meira en nóg að eyða
peningum í tvo aðgöngumiða að
slíkri skemmtun .... meira en nóg.
Kvöld kom. Þau voru setzt í
sæti sín, hún í uppnámi, Karl Lúð-
vík kaldur og rólegur, fámæltur
og með krosslagðar hendur.
Uppi á sviðinu reikaði ungt barn,
með svartan drengjakoll og langa
bera fótleggi, hægt um eftir hljóm-
unum frá einu næturljóði Chopins,
uppgötvaði, með alls konar gleði-
merkjum ímyndaðan himin yfir
sér, ímyndað landslag umhverfis
sig og ímyndaða blómabreiðu
undir fótum sér, það beygði sig
niður og tíndi ímynduð blóm,
skoðaði þau vandlega og tíndi
fleiri, rétti úr sér með faðminn
fullan af blómum, lét votta fyrir
andaktugri hrifningu í svip sínum,
krýndi ímyndað minnismerki
blómsveigum og kraup að lokum á
kné við fótstall þess.
Mætti ég heldur biðja um að
sjá góða leikfimismenn sýna
Múller, sagði Karl Lúðvík, er þessu
var lokið. Hann leit ekki á konu
sína.
Hún sat grafkyrr. Það var eins og
þegar hún gifti sig, hún fékk ekki
að vera í friði, henni gafst ekki
ráðrúm til að grafast fyrir um til-
finningar sínar. Það var sem hún
stæði á gægjum, hlustandi, njósn-
D VÖL
andi, bíðandi, dauðhræðd að missa
af einhverju. Eftir á gæti hún
hugsað um þetta.
Og eftir því sem kvöldið leið,
breyttist barnið á sviðinu. Hinar
snöggu, hræðslulegu hreyfingar
urðu frjálsari, fengu rúmtak, fyllt-
ust ungri orku. Varmi brast í loga,
af feimnislegum andlitsdráttum
lítillar stúlku fæddist opið, fallegt
konubros. Lófatakið, sem í byrjun
var strjált og frá fáum einum, varð
almennt, hófst og steig. Dansarn-
ir höfðu hver sitt nafn og efni ....
Það skipti litlu. Aðalatriðið var
þetta, að hlekkjuð vera kastaði af
sér fjötrum slnum, varð frjáls og
sjálfri sér lík. Kemur fram í fyrsta
skipti, stóð á efnisskránni.
Karl Lúðvík fékk sig til að fara
nokkrum viðurkenningar-orðum
um þetta. Hún er í mjög góðri æf-
ingu, sagði hann.
Síðasti dansinn hét Bacchanal.
Bacchanal, sagði Karl Lúðvík. Hm,
Bacchanal, hvorki meira né minna.
Hann sneri sér með upplýsingar
að konu sinni. Hátíð til heiðurs
Bacchusi. Bacchus var .... nú,
þarna er hún þá komin .... já,
það var alltsvo vínguðinn .... ég
skal skýra það betur fyrir þér á
eftir.
Hún bandaði hendinni óþolin-
móðlega. Ekkert gat verið lítilvæg-
ara þessa stundina en útskýring-
ar Karls Lúðvíks. Bara hann vildi
þegja.
Uppi á sviðinu sprengdi ung og