Dvöl - 01.04.1948, Blaðsíða 17

Dvöl - 01.04.1948, Blaðsíða 17
DVÖL 79 Nanna. Hún var með lokuð augu. „Ég er ekki að gráta. Hver er það?“ „Ég veit það ekki,“ sagði Kaddý. Hún í'ór til dyranna og leit út. „Við megum til að fara,“ sagði hún. „Pabbi er kominn.“ „Ég klaga,“ sagði Jason. „Þið fóruð með mig hingað." Bleytan rann viðstöðulaust niður andlitiö á Nönnu. Hún sneri sér við í stóln- um: „Hlustið þið á mig. Talið þið við hann. Segið honum, að við ætlum að leika okkur. Segið hon- um, að ég skuli sjá um ykkur til fyrramáls. Segið honum, að lofa mér að koma með ykkur heim og sofa á gólfinu. Segið honum, að ég þurfi enga dýnu. Það verður voða gaman. Þið munið, hvað það var gaman síðast. „Mér þótti ekkert gaman,“ sagði Jason. „Þú meiddir mig og lézt reykinn fara í augun á mér. Ég ætla að klaga.“ V. Pabbi kom inn. Hann horfði á okkur. Nanna stóð ekki á fætur. „Segið honum þetta,“ sagði hún. „Kaddý fór með okkur hingað niður eftir,1 sagði Jason. „Ég vildi ekki fara.“ Pabbi gekk inn að eldinum. Nanna leit upp á hann. „Geturðu ekki farið heim til Rakelar frænku og verið þar?“ sagði hann. Nanna horfði á pabba og lét hendurnar hanga milli hnjánna. „Hann er ekki hér,“ sagði pabbi. „Ég hefði séð hann. Það er ekki nokkur sála í nánd.“ „Hann er í skurðinum,“ sagði Nanna. „Hann bíður í skurðinum þarna.“ „Hvaða vitleysa," sagði pabbi. Hann horfði á Nönnu. „Veiztu, að hann sé þarna?“ „Ég fékk merkið,“ sagði Nanna. „Hvaða merki?“ „Ég er búin að fá það. Það lá á borðinu, þegar ég kom heim. Galtarbein með kjöttætlum á, rétt hjá lampanum. Hann er hérna úti. Um leið og þið hverfið út um dyrnar, er ég búin að vera.“ „Búin að hverju, Nanna?“ sagði Kaddý. „Ég er ekki klögukarl,“ sagði Jason. „Hvaða vitleysa," sagði pabbi. „Hann er hérna útifyrir,“ sagði Nanna. „Hann er á gægjum hérna á glugganum núna og bíður eftir því, að þið farið. Svo er ég búin að vera.“ „Hvaða vitleysa.“ sagði pabbi, „Læstu húsinu, og við förum með þér til Rakelar frænku.“ „Það stoðar ekki neitt,“ sagði Nanna. Hún horfði ekki lengur á pabba, en hann leit ofan á hana, á langar, slappar, kvikandi hend- urnar. „Þaö er ekki til neins að fresta því.“ „Hvað ætlarðu þá að gera?“ sagði pabbi. „Ég veit það ekki,“ sagði Nanna. „Ég get ekkert gert. Ég býst við,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.