Dvöl - 01.04.1948, Blaðsíða 5
D VÖL
67
„Það er nú orðið þrisvar sinnum,
síðan hann borgaði mér“.
Þannig missti hún tennurnar og
allan þann dag var skrafað um
Nönnu og Stowall, og allt kvöldið
heyrðu þeir, sem fóru framhjá
tukthúsinu sönginn og öskrin í
Nönnu. Þeir sáu hendur hennar
utan um gluggarimlana og ýmsir
stóðu við fyrir utan girðinguna og
vóru að hlusta á hana og á fanga-
vörðinn þagga niður í henni. Hún
linnti ekki á fyrr en undir morg-
unsárið, að varðmaðurinn heyrði
dump og sarg uppi yfir og fór til
og kom að Nönnu hengdri á
gluggarimlinum. Hann taldi, að á-
stæðan væri kókaín, því að enginn
surtur myndi leggja í sjálfsmorð,
nema á kókaíntúr, enda væri kók-
aínfullur surtur ekki surtur lengur.
Fangavörðurinn skar hana úr
snörunni og hjargaöi hana við og
barði hana á eftir, hýddi hana.
Hún hafði hengt sig í kjólnum.
Hún hafði gengið vel frá því, en
þegar þeir gripu hana, var hún í
engu nema kjólnum og hafði þess
vegna ekkert til að binda hendurn-
ar og gekk illa vað sleppa glugga-
rimlinum. En vörðurinn heyrði
þruskið og hljóp upp og kom að
henni hengdri í glugganum og hún
var allsber og kviðurinn farinn aö
bunga lítilsháttar eins og ofur-
lítill vindbelgur.
Meðan Dilsý lá veik í kofanum
sínum og Nanna eldaði ofan í okk-
ur, tókum við eftir þvi, að svunt-
an hennar bungaði æ meir út.
Þetta var áður en pabbi bannaði
Jesúsi að koma til okkar.
Jesús var í eldhúsinu og sat fyrir
aftan stóna, örið á svörtu andlit-
inu líkast skítugum spotta. Hann
k að þetta vatnsmelónu, sem
Nanna gengi með undir svuntunni.
„Ekki spratt hún samt á þinni
tág“, sagði Nanna.
„Á hvaða tág,“ sagði Kaddý.
„Ég gæti höggviö tágina, sem
hún spratt á,“ sagði Jesús.
„Af hverju talarðu svona fram-
an í börnunum,“ sagði Nanna.
Hvers vegna ferðu ekki að gera
eitthvað? Þarna léztu verða af því.
Viltu, að húsbóndinn heyri orð-
bragðið þitt hérna í eldhúsinu
framan í börnunum?“
„Hvaða orðbragð?“ sagði Kaddý.
„Hvaða tág?“
„Ég má ekki slóra í hvítra manna
eldhúsi," sagði Jesús. „En hvítir
menn mega slóra í mínu. Hvítur
maður má ganga um mitt hús, ég
get ekki meinað það. Þegar hvítan
mann langar að koma í mitt hús, á
ég ekki hús lengur. Ég get ekki
bægt honum frá, en hann getur
ekki rekið mig út. Það getur hann
ekki.“
Enn var Dilsý veik í kofanum sín-
um. Pabbi bannaði Jesúsi að koma
heim. Dilsý var ennþá veik. Það
leið og beið. Við vórum inni í bóka-
salnum eftir kvöldmat.
„Er ekki Nanna enn búin í eld-
húsinu?“ sagði mamma. „Mér sýn-