Dvöl - 01.04.1948, Blaðsíða 37

Dvöl - 01.04.1948, Blaðsíða 37
D VOL 99 sér á eftir henni og nær henni í anddyrinu. — Þú mátt ekki stara svona á mig Nonni, segir hún önug, er þau hafa stigið út á tröppurnar og enginn heyrir mál þeirra, — þú glápir alltaf á mig eins og fáviti, þaö hljóta allir að veita því at- hygli. En honum er annaö í hug. Kannske heyrir hann ekki, hvaö hún segir, því að hann spyr og er ákafur: — Því dansarðu alltaf viö sama manninn, Bogga? Engin stúlka gerir það nema þú! Hún lítur á hann, glettin, síð'an hlær hún og segir: — Engin.? Jú, margar. Birgir bara vili dansa viö mig. Annars væri mér alveg sama, þó að ég dansaði ekki alltaf viö hann. Mér þykir meira að segja meira gaman aö dansa við sem flesta. Reyndar er Birgir langfínasti dansherrann hér, og allar stelpurnar drepöf- unda mig. Hann segir ekkert viö þessu, en verður þungur á brún, svo að hún hvíslar aö honum: — En elsku Nonni minn, ég er ekki agnarvitund skotin í honum. Ég vildi óska, að þú dansaðir eins vel og hann, þá skyldi ég aldrei dansa við neinn, nema þig. En fleiri þurfa aö ganga um þessar tröppur en þau, og þess vegna er þeirra næði lokiö. Hún getur aðeins sagt honum, aö sér hafi þótt svo innilega vænt um, að hann skyldi koma hingaö í kvöld, og þegar dansinn sé úti, skuli hann mega fylgja henni heim. Þau verða aö hverfa inn í dans- salinn á ný. Birgir situr enn á sama stað og hefur ekki dansaö. Um leið og þau koma inn á dans- gólfið, snýr Bogga sér að Nonna og segir, svo hátt að sem flestir megi heyra: — Jæja, Nonni, nú verðuröu aö dansa við mig. Ég skal kenna þér að dansa. Þú getur ekki fengiö betri kennara! — Ég kann það ekki, stynur hann. En þaö er einmitt það, sem hún segist vita, þess vegna verði hann að læra. Honum er engrar undankomu auðið. Allar afsak- anir hans eru kveönar niður. Hann verður. Honum finnst allir stara á sig. Hvert bros, sem hann finnur í nálægö sinni, álítur hann á sinn kostnaö. Nei, þetta er misskilning- ur. Enginn lætur sem sér komi þau við. Hún hefur dregið hann út á gólf- iö. Hún er örugg, og hann getur staðið í skjóli hennar. Hún getur látið svo, sem þeirra á milli sé ekki neitt, hann gæti aðeins sagt það og komið þó upp um þau um leið. Þau snúast nokkra hringi á gólf- inu. » — Ég get þetta ekki, stynur hann og vill hætta. — Uss, hvaða vitleysa, Nonni,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.