Dvöl - 01.04.1948, Blaðsíða 12
74
fór niður, og Nanna sat kyrr og
hendurnar grópuðu bollafarið.
Hún tók til að hljóða, en ekki hátt.
Ekki söngur og ekki söngleysa. Við
hugðum að.
„Svona,‘ sagði Dilsý. „Hættu
þessu nú. Hertu þig nú upp. Þú
bíður hérna. Ég ætla að ná í Versh
til að fylgja þér heim. Dilsý fór
út.
Við horfðum á Nönnu. Axlirnar
kipptust til, en hún var hætt að
hljóða. Við hugðum að. „Hvað ætl-
ar Jesús að gera þér?“ sagði
Kaddý. „Hann fór í burtu.“
Nanna leit á okkur: „Það var
gaman, þegar ég var hjá ykkur í
herberginu, var það ekki?“
„Mér þótti ekkert gaman,“
sagði Jason. „Mér þótti alls ekkert
gaman.“
„Þú svafst inni hjá mömmu,“
sagði Kaddý. „Þú varst ekki með
okkur.“
„Við skulum koma heim til mín
og leika okkur meira,“ sagði
Nanna.
Mamma leyfir það ekki,“ sagði
ég. „Það er alltof framorðið."
„Við skulum ekki vera að ónáða
hana,“ sagði Nanna. „Við getum
sagt henni frá því í fyrramálið.
Henni er alveg sama.“
„Hún myndi ekki leyfa okkur
það,“ sagði ég.
„Farðu ekki að spyrja hana
núna,“ sagði Nanna. „Ekki að ó-
náða hana núna.“
D VÖL
„Hún hefur ekki sagt, að við
mættum ekki fara,“ sagði Kaddý.
„Við höfum ekki spurt að því,“
sagði ég.
„Ef þið farið, þá klaga ég,“ sagði
Jason.
„Það verður svo gaman," sagði
Nanna. „Þeim er sama — bara
heim til mín. Ég, sem er búin að
vera hjá ykkur svo lengi. Þeim er
alveg sama.“
„Ég er ekki hrædd við að fara,“
sagði Kaddý. „Það er Jason, sem
er hræddur. Hann klagar.“
„Ég er ekki hræddur,“ sagði
Jason.
„O, jú, jú,“ sagði Kaddý. „Þú
klagar.“
„Ég klaga ekkert,“ sagði Jason.
„Ég er ekkert hræddur.“
„Jason er ekki hræddur við að
fara með mér,“ sagði Nanna. „Ertu
nokkuð hræddur, Jason?“
„Jason klagar,“ sagði Kaddý. Það
var myrkur á stígnum. Við fórum
framhjá engjahliðinu. „Ég skal á-
byrgjast, að Jason færi að öskra,
ef eitthvað stykki fram úr hliðinu
núna,“ sagði Kaddý.
„O, nei, nei,“ sagði Jason. Við
gengum ofan stíginn. Nanna var
hátöluð.
„Af hverju talarðu svona hátt,
Nanna?“ sagði Kaddý.
„Hver, — ég?“ sagði Nanna. „Nei,
heyrið nú bara. Quentín og Kaddý
og Jason segja, að ég sé að tala
hátt.“