Dvöl - 01.04.1948, Blaðsíða 4

Dvöl - 01.04.1948, Blaðsíða 4
I 66 heldur meðan Dilsý var veik og Nanna kom að elda handa okkur. En annanhvern dag og þar um bil urðum við aö skreppa niður í kofa til Nönnu, svo að hún kæmi að elda morgunmatinn. Við fórum ekki lengra en að skurðinum, þvi að pabbi bannaði okkur að lenda í tæri við Jesús — hann var svartur og stuttur með rakhnífsör um endilangt andlitið — og við hentum grjóti í húsið hjá Nönnu, þangaö til Nanna kom til dyra og teygði hálsinn út og yfir um hurðina, allsnakin á bak- við. „Hvað kemur ykkur til, að grýta húsið?“ sagði Nanna. „Hvað kem- ur ykkur til, drýsildjöflarnir litlu?“ DVÖL „Pabbi segir, að þú eigir að koma að búa til morgunmatinn," sagði Kaddý. „Pabbi segir, að það sé kominn hálftími framyfir, og þú eigir að koma á stundinni." „Ég á ekkert við morgunmatinn," sagði Nanna. „Ég ætla mér að sofa út.“ „Ég skal ábyrgjast, að þú ert full,“ sagði Jason. „Pabbi segir, að þú sért full. Ertu full Nanna?“ „Hver segir það?“ sagði Nanna. „Ég þarf að fá að sofa út. Morg- unmatur kemur mér ekki við.“ Þá hættum við eftir stundarkorn að grýta kofann og fórum heim. Þegar hún kom loksins, var ég orð- inn seinn í skólann. Svo að við héldum, að þetta væri af viský, þangað til þeir handtóku hana í annað sinn og mættu Stowall á leiðinni í tukthúsið. Hann var gjaldkeri í bankanum og djákni að auk í skírarakirkjunni, og Nanna tók að þusa: „Hvenær ætlarðu að borga mér, hvíti maður, hvenær ætlarðu að borga mér. Það er nú orðið þrisvar sinnum, síðan þú borgaðir mér.“ Stowall sló hana niður, en hún hélt áfram: „Hvenær ætlarðu að borga mér. Það er orðið þrisvar núna, síðan —-------“, þangað til Stowall stappaði hælnum upp í hana og fógetinn keyrði Stowall aftur á bak, en Nanna lá hlæjandi á götunni. Hún hnikaði til höfð- inu og hrækti út úr sér blóði og einhverju af tönnum og sagði:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.