Dvöl - 01.04.1948, Side 4

Dvöl - 01.04.1948, Side 4
I 66 heldur meðan Dilsý var veik og Nanna kom að elda handa okkur. En annanhvern dag og þar um bil urðum við aö skreppa niður í kofa til Nönnu, svo að hún kæmi að elda morgunmatinn. Við fórum ekki lengra en að skurðinum, þvi að pabbi bannaði okkur að lenda í tæri við Jesús — hann var svartur og stuttur með rakhnífsör um endilangt andlitið — og við hentum grjóti í húsið hjá Nönnu, þangaö til Nanna kom til dyra og teygði hálsinn út og yfir um hurðina, allsnakin á bak- við. „Hvað kemur ykkur til, að grýta húsið?“ sagði Nanna. „Hvað kem- ur ykkur til, drýsildjöflarnir litlu?“ DVÖL „Pabbi segir, að þú eigir að koma að búa til morgunmatinn," sagði Kaddý. „Pabbi segir, að það sé kominn hálftími framyfir, og þú eigir að koma á stundinni." „Ég á ekkert við morgunmatinn," sagði Nanna. „Ég ætla mér að sofa út.“ „Ég skal ábyrgjast, að þú ert full,“ sagði Jason. „Pabbi segir, að þú sért full. Ertu full Nanna?“ „Hver segir það?“ sagði Nanna. „Ég þarf að fá að sofa út. Morg- unmatur kemur mér ekki við.“ Þá hættum við eftir stundarkorn að grýta kofann og fórum heim. Þegar hún kom loksins, var ég orð- inn seinn í skólann. Svo að við héldum, að þetta væri af viský, þangað til þeir handtóku hana í annað sinn og mættu Stowall á leiðinni í tukthúsið. Hann var gjaldkeri í bankanum og djákni að auk í skírarakirkjunni, og Nanna tók að þusa: „Hvenær ætlarðu að borga mér, hvíti maður, hvenær ætlarðu að borga mér. Það er nú orðið þrisvar sinnum, síðan þú borgaðir mér.“ Stowall sló hana niður, en hún hélt áfram: „Hvenær ætlarðu að borga mér. Það er orðið þrisvar núna, síðan —-------“, þangað til Stowall stappaði hælnum upp í hana og fógetinn keyrði Stowall aftur á bak, en Nanna lá hlæjandi á götunni. Hún hnikaði til höfð- inu og hrækti út úr sér blóði og einhverju af tönnum og sagði:

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.