Dvöl - 01.04.1948, Blaðsíða 39
D VOL
101
skaparinn hefur gætt þá háum og
dásamlegum röddum. Og síðan
upphefja þeir sönginn .— Kvöldið
er fagurt. — Mikið helvítis djöfull
er þetta dásamlegt kvæði, strákar!
Einn þeirra hefur gert þessa merki-
legu uppgötvun, en enginn má
vera að því að sinna slíku, svo upp-
teknir eru þeir af sinni eigin list.
Flaskan tæmist og það hefur
eitthvað gerzt, eitthvað furðulegt.
Máninn er ekki lengur kyrr á
himni sínum og yfirborð jarðar-
innar gengur í bylgjum eins og
sjórinn hér úti á víkinni. Og þegar
Nonni kemur inn í danssalinn á
ný er gólfið ekki í sem beztu ásig-
komulagi. Það hallast, tekur dýfur
út í þessa hlið — út í hina hlið-
ina. Það er fjandi skrítið allt hér
inni. Hann er staddur í ókunnu
húsi. Það er að vísu eitthvert fólk
hér, en hann þekkir það ekki, mál-
rómur þess er annarlegur, hreyf-
ingar þess fjarri öllum sanni. —
Kvöldið er fagurt, sólin sezt, —
umlar hann. Það er tekið í hand-
legg hans. Það er Bogga.
— Hvað er að sjá þig, Nonni?
spyr hún. Af hverju gerirðu þetta?
En hann svarar því ekki. Hvað
varðar hana um hann? Hann
syngur og slær um sig. — Hvern
djöfulinn vilt þú? spyr hann svo
og reynir að horfa á hana, en það
er komin yfir hana undarleg þoka.
Andlit hennar er eins og einhver
óljós hvítleitur depill í dökkum
fleti kjólsins, og pallíetturnar á
barmi hennar glóa sem hrævar-
eldur fyrir sjónum hans. Hann sér
hana. Þarna er hún. Hann hatar
hana. Hann gæti kramið hana.
Það væri nautn að kremja hana.
Hún segir honum að koma og tala
við sig. Hann er þægur og hlýðir.
Svo togar hún hann með sér út
fyrir vegg, leggur báða handleggi
upp um háls hans og spyr:
— Ó, elsku Nonni minn, af-
hverju ertu svona?
Þá bugast hann og segir, sem
satt er, að hann elski hana svo
voðalega mikið, hann kveðst elska
hana svo mikið, að hann geti ekki
séð aðra menn halda utan um
hana.
— Ó, hjartans, elsku Nonni
minn, þú ert svo mikið flón, segir
hún og hlær, því að það er dálítiö
gaman, að hann skuli segja þetta.
En svo segir hún, að hann geti
ekki verið hérna, þegai' hann er
svona. Ilann verður að fara heim.
Foreldrar hans eru farnir að sofa.
Það er öllu óhætt. Hún skal meira
að segja láta fylgja honum heim.
Hann stjakar henni frá sér. —
Heim! Nei, aldrei! Hann verður
ofsareiður. Hann ætlar nefnilega
aldrei framar heim. Jæja, hvert
ætlar hann þá? En hana varðar
fjandann ekkert um það, ekki vit-
und. Hann ætlar kannske að drepa
sig, segir hann. Hana varðar ekk-
ert um það. Henni kemur það ekk-
ert við. — Heldurðu að ég hafi
ekki vitað, að þú varst aö hlæja