Dvöl - 01.04.1948, Blaðsíða 36

Dvöl - 01.04.1948, Blaðsíða 36
98 D VOL ara en allt annað. Þess vegna stendur hann hér. Nokkrir jafnaldrar hans úr þorp- inu, sem kunna ekki að dansa fremur en hann, eru þarna um- hverfis hann á ferð og flugi. En þeir eru glaðir og kátir. Þeir geta talað, þeir geta hlegið. Hann finn- ur af þeim þef, sem frá þeim leggr ur, að þeir hafa fundið upp ráð til að geta talið sér trú um, að þeir séu sjálfum sér nógir. En hann getur ekki slegizt í hóp með þeim. Hann getur það ekki vegna þess, að hann verður að vera þar, sem Bogga er. Þar, sem hennar gleði er, þar verður hans gleði að vera. Hennar vegna 'er líf hans. Og nú sér hann, að hún er kom- in í dansinn. Hann varð þess þó ekki var, er hún kom. Hún hefur komið hljóðlátlega. Var hún kannske að forðast að hann sæi hana? Nú dansar hún við Birgi. Hann er hár og grannur, það gljáir á svart, slétt hár hans, skipt yfir miðju enni. Brún föt hans eru með nýtízku sniði. Nonna verður ó- sjálfrátt að gera samanburð á sér og honum. Hann hefur aldrei fund- ið til þess fyrr, að ef til vill stend- ur hann Birgi ekki jafnfætis. En nú hefur Bogga komið auga á hann, hvar hann stendur, og yfir andlit hennar breiðist fagurt bros. Það er honum ætlað — honum sent og hann veitir því viðtöku, það yljar honum, skín eins og geisli gegn um mistur efasemd- anna og óttans. Hann brosir á móti, en bros hans er ekki svo ■tært til botns sem hennar, því að hér á hann ekki heima. Það er spurning, hvort honum er ekki al- gjörlega ofaukið hér. Hann veit það og finnur, að þegar þessi dans er búinn, muni Bogga koma og tala við hann, hann sá það í brosi hennar, hún hvíslaði því meö augunum. En Birgir sleppir henni ekki. Þau dansa — dansa heila eilífð. Það er hlé milli danslaga. Þau standa á miðju gólfi og bíða eftir næsta lagi. Hann heldur um mitti hennar, þau masa, hlæja, hvíslast á og svo dansa þau á ný. Eigi að síður brosir hún til Nonna, er hún fær því viðkomið, en nú getur hann ekki lengur endurgoldið bros hennar. Hann starir — starir á hana. Hún skal finna augnaráð hans, það skal smjúga inn í vit- und hennar. Augnaráð hans verður heitara og heitara. Hún skal ekki þora annað en hlýða. Þá allt í einu hættir hún að brosa, hættir að líta til hans, hættir að láta sem sér komi hann nokkuð við. Næst þegar hlé verður á dansi, sér hann að hún hvíslar einhverju að Birgi, hann brosir, kinkar kolli, hneigir sig og gengur til sætis, en hún hraðar sér fram án þess að líta til Nonna. Hann veit samt sem áður, að honum var ætlað að sjá þetta og þess vegna flýtir hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.