Dvöl - 01.04.1948, Blaðsíða 38

Dvöl - 01.04.1948, Blaðsíða 38
100 DVÖL segir hún, þetta sem gengur svo ljómandi vel. Þú kæmir strax til. ÞaS er ekkert að marka fyrst í stað. Hann verður ákveðnari. Óljós sælutilfinning titrar um líkama hans með straumi blóðsins. Já, hann skal læra að dansa. Hann skal læra það svo vel, að í þeirri list skal enginn standa honum framar. Það gengur vel. Hann verður stórstígari og djarfari. En hvað er nú að Boggu? Hvers vegna titrar hún? Það hefur gripið hana óviðráðanlegur hlátur, sem hún er að reyna að láta ekki ná valdi yfir sér. Á bekknum úti við vegginn sit- ur Birgir, horfir á þau og hlær. Inn í vitund Nonna skín ljós sannleikans með djöfullegri birtu. Það er að honum, sem þau eru að hlæja, þau horfðust í augu eitt augnablik og skildu hvort annað. — Hann er skoplegur, hugsuðu þau og hlógu. Hann hættir snögglega dansinum og ýtir Boggu frá sér all- hranalega og reikar burt. Fótatök dansfólksins á gólfinu að baki hans eru, sem þungur fossniður, en hann heyrir það ekki, tónar harmonikunnar glymja, það er masað og hlegið allt í kring um hann, en hann verður þess ekki var. í veröld hans eru engir hljóm- ar til, allt í kring um hann er djöfulleg þögn, og hann er einn. Hann æöir út á tröppurnar án tak- marks. Norðanstorminn hefur lægt með kvöldinu, það er kyrrt veður og bjart. Hinum megin við víkina, beint uppi yfir Búrfellinu, skín máninn og varpar köldu ljósi í augu hans. í ljósrákinni yfir þvera víkina, sem endar í bláum skugga undir hlíðum Búrfellsins, rísa og hníga öldur sjávarins rólega og háttbundið. En neðan við tröpp- urnar, á klöppinni framan við kjallaradyrnar, eru nokkrir ungir menn í hóp. Það glóir í eld vindl- inganna milli fingra þeirra og í tunglskinsbjarmanum slær bliki á glæra brennivínsflösku, sem berst frá vörum til vara. — Halló, Nonni! Halló! Þeir eru á því stigi núna, að þeir eru fullkomlega ánægðir með sjálfa sig. Þá munar ekkert um að klappa honum.á öxlina og segja, að hann sé helvíti góður strákur. — Já, Nonni er helvíti góður strákur. Þeir hafa alltaf sagt það. Alltaf sagt það, alltaf. Hvenær hafa þeir sagt annað? Hann verður að slást í hóp þeirra, þó að hann sé bölvað- ur -ræfill. Hann er bölvaður ræfill. En Nonni er samt helvíti góður strákur. Hann kærir sig ekkert um fé- lagsskap þeirra, varðar ekkert um gleði þeirra en hann þarf hennar með. Hann getur drukkið eins og þeir, þvaðrað eins og þeir, klappað á axlir manna eins og þeir, en gleð- ina getur hann ekki eignazt, því að sorgin á uppsprottu í hans eig- in brjósti. Þeim finnst alveg á- stæðulaust að leyna því, hvað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.