Dvöl - 01.04.1948, Blaðsíða 42
104
D VOL
kvöldsins. Tilfinningar hans hafa
snúizt í klökkva yfir óhamingju
hans og einstæðingsskap. Á klöpp-
unurn vestan við húsið nemur
hann staðar. Hvert er hann ann-
ars að fara? Harmonikutónarnir
duna í eyrum hans hér úti. Og
þarna stendur þessi andstyggilegi
kumbaldi, þetta Félagshús. Hann
hatar húsið, þennan djöfulsins
kofa. Hann hatar allt, sem því er
tengt, en mest hatar hann þó
skrílinn, sem getur fundið ánægju
af því að hringsnúast þarna inni.
Hann skal gera þessu öllu grikk.
En að honum skyldi ekki detta það
í hug fyrr? Honum vex ásmegin
við þá hugsun, sem nú hefur hann
á valdi sínu. Hann er ekki lengur
hikandi, hann er stæltur og ákaf-
ur. Sá, sem gæti séð hann núna,
myndi fyrst af öllu veita augum
hans athygli, þau hafa fengið ein-
kennilega dýpt. Að baki þeirra
vakir hugsunin skýr og ljós. Kann-
ske hefur hann aldrei hugsað jafn
greinilega og skýrt. Hvert einasta
smáatvik setur hann sér fyrir
sjónir. Og þó eru það aðeins tvær
persónur, sem öll athyglin beinist
að. Hann hlær, en fram á varir
hans nær hláturinn ekki, aðeins
glott, kalt glott, líkast grettu.
Hann læðist heim að húsinu, inn
um dyrnar undir tröppunum. Það
er myrkur, en hann þekkir leiðina.
Hér inni í horninu á að vera tré-
spónapoki. Já, það stendur heima.
Þurrir, mjúkir spænir. Nú skal þessi
bölvaði kofi ekki lengur verða hon-
um til armæðu.
— Þei, það kemur einhver! Það
má enginn sjá hann hér. Hann
bíður, heldur niðri í sér andanum
og bíður. Hann heyrir hvískrað
frammi við dyrnar. Orðaskil eru
ógreinileg, enda er fótatak dans-
fólksins á gólfinu yfir höfði hans
sem hrapandi skriða.
Hann bíður lengi. Nei, þau fara
ekki enn þarna frammi. Hann sezt
niður með varúð og hallar sér upp
að tréspónapokanum. Ákjósanleg-
ast væri að farast hér sjálfur í
eldinum, en hann finnur, að til
þess muni sig skorta kjark. Hann
mun því fara héðan út og að því
búnu getur hann hent sér fram af
bryggjunni. Hann er fullkomlega
rólegur, það hvarflar ekki að hon-
um efi á því að áform hans sé fylli-
lega réttlátt. Hann situr hér og
bíður þess eins, að þau fari, skötu-
hjúin þarna frammi. Hryggðin,
hugaræsingurinn, hatrið og of-
stopinn, allt er það horfið. Skap
hans er í öruggu jafnvægi, því að
hann hefur tekið ákvörðun og sér-
stök vellíðan fyllir brjóst hans.
Hann er ákveðinn, bíður og hugsar.
Og loksins, loksins fara þau.
Hann rís á fætur og framkvæmir
verknað sinn með ískaldri ró, strýk-
ur eldspýtunni um kveikiflöt
stokksins. Það snarkar, þegar log-
inn kviknar og fölur ljósbjarminn
titrar um myrka kjallaraholuna, á
miðstöðvarketilinn. hefilbekkinn