Dvöl - 01.04.1948, Blaðsíða 62

Dvöl - 01.04.1948, Blaðsíða 62
124 DVOL maður á að dansa, þegar vals er leikinn. Hann er einmitt til þess, það er þess vegna, sem hann var saminn .... Heimurinn var fullur af hljómum, sem kalla og bíða, sá, sem ekki dansar, er heimskur .... Hún greip báðum höndum um höfuð sér eins og hana svimaði. Svo brosti hún daufu, meðvituðu brosi, sem kom og fór, meðan hún kinkaði kolli nokkrum sinnum til merkis um, að hún skildi .... hún skildi. Brosið varð glatt, óhamið, geisl- andi. Og skyndilega sleppti hún tak- inu, sem hún alla ævi hafði haft á sjálfri sér. Hún varpaði sér út í voldugan dans, eins og maður fleygir sér til sunds í hafið. Hún var fullkomlega hamingju- söm, ung, létt, fjaðurmögnuð, leyst úr álögum. — Dirfskufullur dans hennar vitnaði um það, og hún sveiflaði örmunum í víða boga. Hún kipptist frá jörðinni eins og fjöður, sem sleppur af haka. Og hún hvein af gleði og æskuþori, er hún þyrlaðist framhjá Karli Lúð- vík og frænkunum, er komu fram úr skóginum í þessu. Hún barði Karl Lúðvík í andlit- ið, knýttum hnefum. Hann hafði hlaupið á eftir henni í löngum stökkum og þrifið utan um hana eins og böggul. En hún gat losaö um handleggina og sló og barðist um, logandi af réttlátri reiði. Valsinn dunaði enn, og hljómfall- ið kippti í hana. Hvað var Karl Lúðvík að skipta sér af því? Hafði hún ekki rækt skyldur sínar við hann? Hafði hún tíma til að biða? Var hún ekki búin að bíða nógu lengi?. Hef ég ekki eldað handa þér matinn, æpti hún, hef ég ekki stoppað í sokkana þína? Hef ég ekki gert þér allt til geðs, sem ég hef getað, bæði á nótt og degi, árið út og árið inn? Er það ekki nóg, er það ekki fyrir löngu síðan orðið nóg? Karl Lúðvík svaraði ekki. Hann hélt föstum tökum og reyndi ann- arri hendi. að halda fyrir munn- inn á henni. En hún var orðin sterk .... aftur og aftur mis- heppnaðist honum það. Hvað væru frænkurnar eiginlega að hrópa? Og börnin? Hvað var það, sem gekk á fyrir þeim öllum saman, gjörsamlega að ástæðu- lausu? Aldrei á ævinni hafði hún verið jafnviss um að hafa rétt fyrir sér. Og þarna þagnaði músíkin. Það var þeirra sök. Sko, nú kom unga fólkið hlaupandi, og spilarinn fyrstur. En hann myndi áreiðan- lega byrja að spila aftur .... Þetta var hamingja, þetta var líf. Burt með Karl Lúðvík og frænkurnar! Hún hrópaði til unga fólksins og bað það hjálpa sér. Hvers vegna flissaði það? Hvers vegna þessi dulda gleði og spenningur í svipn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.