Dvöl - 01.04.1948, Blaðsíða 3

Dvöl - 01.04.1948, Blaðsíða 3
JÚ N í 1 94 B 1 5. AR GAN G U R. 2 HEFTl Eftir William Faulkner Mánudagurinn er núorðið ekkert frábrugð'inn öðrum rúmhelgum dögum í Jefferson. Nú er búið áð malbika strætin og símafélagið og rafveitan láta höggva forsælutrén, þorrann af þeim, vatneikina, hlyn- inn, álminn og engisprettutréð, og reisa í staðinn járnsúlur með ó- kennilegar, þrútnar og safalausar drúfur, og við eigum þvottahús fyrir bæinn, sem gerir út sendla á mánudagsmorgnum til að safna þvottapinklum upp í litfríða bíla, þar til gjörða, og vikuþvotturinn flýr sviplega í vök ergilegra og ár- vakurra bíllúðra, lotulangt hvísk- ur hjólbarðans við malbikið dvín- ar, áþekkt rifhljóði í silki, og jafn- vel blökkukonurnar, þær sem enn- þá arinast þvottinn fyrir hvíta fólkið að gömlum sið, flytja hann heiman og heim á bíl. En á mánudögum fyrir fimmtán árum voru strætin krökk af negra- konum, sem báru fatapinkla á stærð við ullarballa og reyrða í lök ofan á vefjarhettunni á styrku höfði og án þess aö lyfta hendi til alla leið frá dyrum hvíta fólksins út að sótstorknum þvottapotti við kofadyrnar í Negralág. Þegar Nanna hafði komið pinkl- inum fyrir á höfðinu, tyllti hún ofan á hann svörtu strákollunni, sem hún gekk með vetur og sum- ar. Hún var há vexti og dapurleit, andlitið beinabert og dálítið inn- hvolft, þar sem tennurnar vantaði. Stundum fórum við áleiðis með henni niður stíginn og yfir á engiö til þess að fylgjast með pinklin- um og pottlokinu, sem hvorki skoppaði né valt, ekki einu sinni þegar hún arkaði niður í skurðinn og bograðist gegnum girðinguna. Hún fór á fjóra fætur og skreið í gegnum opið, hnarreist meö stinn- an háls, og síðan stóð hún upp og hélt áfram eins og fyrr. Stundum komu bændur þvotta- kvennanna að sækja tauið, en aldrei kom Jesús fyrir Nönnu, ekkert frekar áður en pabbi bann- aði honum að koma heim, ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.