Dvöl - 01.04.1948, Side 3

Dvöl - 01.04.1948, Side 3
JÚ N í 1 94 B 1 5. AR GAN G U R. 2 HEFTl Eftir William Faulkner Mánudagurinn er núorðið ekkert frábrugð'inn öðrum rúmhelgum dögum í Jefferson. Nú er búið áð malbika strætin og símafélagið og rafveitan láta höggva forsælutrén, þorrann af þeim, vatneikina, hlyn- inn, álminn og engisprettutréð, og reisa í staðinn járnsúlur með ó- kennilegar, þrútnar og safalausar drúfur, og við eigum þvottahús fyrir bæinn, sem gerir út sendla á mánudagsmorgnum til að safna þvottapinklum upp í litfríða bíla, þar til gjörða, og vikuþvotturinn flýr sviplega í vök ergilegra og ár- vakurra bíllúðra, lotulangt hvísk- ur hjólbarðans við malbikið dvín- ar, áþekkt rifhljóði í silki, og jafn- vel blökkukonurnar, þær sem enn- þá arinast þvottinn fyrir hvíta fólkið að gömlum sið, flytja hann heiman og heim á bíl. En á mánudögum fyrir fimmtán árum voru strætin krökk af negra- konum, sem báru fatapinkla á stærð við ullarballa og reyrða í lök ofan á vefjarhettunni á styrku höfði og án þess aö lyfta hendi til alla leið frá dyrum hvíta fólksins út að sótstorknum þvottapotti við kofadyrnar í Negralág. Þegar Nanna hafði komið pinkl- inum fyrir á höfðinu, tyllti hún ofan á hann svörtu strákollunni, sem hún gekk með vetur og sum- ar. Hún var há vexti og dapurleit, andlitið beinabert og dálítið inn- hvolft, þar sem tennurnar vantaði. Stundum fórum við áleiðis með henni niður stíginn og yfir á engiö til þess að fylgjast með pinklin- um og pottlokinu, sem hvorki skoppaði né valt, ekki einu sinni þegar hún arkaði niður í skurðinn og bograðist gegnum girðinguna. Hún fór á fjóra fætur og skreið í gegnum opið, hnarreist meö stinn- an háls, og síðan stóð hún upp og hélt áfram eins og fyrr. Stundum komu bændur þvotta- kvennanna að sækja tauið, en aldrei kom Jesús fyrir Nönnu, ekkert frekar áður en pabbi bann- aði honum að koma heim, ekki

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.