Dvöl - 01.04.1948, Blaðsíða 34

Dvöl - 01.04.1948, Blaðsíða 34
96 DVOL ----------------------------------^ STEFÁN JÓNSSON kennari er þegar svo kumiur að óþarfi er að kynna liann. Ilann hefur ritað ali- margar smásögur, sem birzt hafa í tímaritum og sérstökum smásagna- söfnum, er úl hafa verið gel'in eftir hann. Hann er og kunnur l'yrir hinar ágætu barnasögur sínar og barnaljóð, sem sungin hal'a verið jafnt al' ungum sem gömlum. 1 Dvöl hafa áður birzl eftir hann tvær smásögur fyrir nokkr- um árum. Nefnast þær I eftirleit og 1‘að varð svona einhvem veginn. v---------------------------------^ i Dansinn er svona eftirsóttur vegna þess að fólkið getur nuggaö sér hvað upp að öðru. Ég held ég viti það. Dansinn örvar allar lægstu fýsnir fólks. Hann er talsvert æstur, því að þetta, sem hann segir, er ekki nema lítið brot af öllu því, sem í hug hans býr. Hann hefur mjög fyrir- ferðarmikla sannfæringu í þessu efni. Hún losar sig úr faðmi hans og stendur á fætur. — Heyrðu Nonni minn, segir hún og góðlátlegur hreimur hlátursins er horfinn úr röddinni, miklu fremur kennir þar ertni, — ég veit ekki fyrir víst hvað þú kallar lægstu fýsnir, en sé það það, sem ég held, þá langar mig að minna þig á, að ekki er lengra síðan en í gærkvöldi að ég vissi um pilt, sem ekki dansar, en 'var þó sæmilega nærri því, sem þú ert að tala um. Hann var einnig staðinn á fætur. Það er svo skuggsýnt inni, að hún sér ekki hvernig honum verður við þetta, en vegna næmleika síns skynjar hún þjáningu hans. Hún er komin fram að hurðinni, hefur losað hana frá stafnum. Hún hætt- ir við að fara og snýr til hans á ný. — Svona, Nonni minn, segir hún milt, það þýðir ekkert að biðja rriig að hætta aö dansa, það geri ég aldrei. Þú skalt bara læra aö dansa sjálfur, þá skal ég alltaf dansa við þig. Mig hefur svo oft langað til að þú kynnir að dansa. Hann hefur beðið algjöran ó- sigur og getur engu svarað. Þján- ingar hans eru meiri en svo þessa stundina, að þær geti rúmazt inni í þessum hesthúskofa hvað þá heldur í brjósti hans. — Svona, Nonni minn, vertu nú góöur. Nú verð ég að fara. Hún heldur áfram og nú er aftur sami glettnistónninn í orðum hennar. — Svona kysstu mig nú og svo er ég farin! Helzt vildi hann vera maður til að hrinda henni burt, en hún hef- ur þrýst yndislegum líkama sínurn fast upp að honum, lagt hendurn- ar um háls hans, hann finnur ilm- inn af mjúkum vöngum hennar við vit sín og hlýjar, mjúkar varir hennar nálgast, svo að hann bug- ast og gerir sem hún segir. — Jæja, segir hún hlæjandi, þetta er aö lagast, Nonni. Þú kem- ur til með að kyssa ágætlega. Síð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.